Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Einmannaleikinn

Er dulítið einmanna í kvöld. Aðallega vegna þess að ég er einn í húsinu og svo að ég var fyrir nokkrum mánuðum í hópmeðferð við félagskvíða. Og einhverra hluta vegna var ég tilbúinn í kvöld að reyna að fara út á lífið eða gera eitthvað annað en að hanga einn heima. En...já það eru víst flestir ef ekki bara allir vinir mínir (þeir fáu sem ég hef náð að safna um ævina) fluttir suður, eða giftir eða með börn...

Það er dálítið óþægilegt að átta sig á þessu þ.e. hversu einangraður maður er búinn að verða af því að maður gerði aldrei neitt í því að reyna rækta vinskapinn vegna þess að maður vildi ekki vera að ónáða fólk...eða var viss um að menn myndu segja nei við hugmyndum manns.

 Líður ekki vel í kvöld.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband