Landsdómur er ekki venjulegur dómsstóll!

Mikið held ég að þetta fólk átti sig einfaldlega ekki á því að ef að um venjulegt og eðlilegt dómsmál eða sakargiftir væri að ræða þá myndi þetta ekki vera kallað fyrir Landsdóm.

Landsdómur felur í sér þann raunveruleika að brotið, afleiðinga þess og gerendur falli ekki undir venjulega dómsstóla sökum takmarkanna þeirra og hömlur sem að á þeim hvíla.

Landsdómi verður ekki áfrýjað sem að þýðir að hann er æðri en Hæstiréttur. Og það gilda ekki sömu hefðir, réttarreglur eða neitt slíkt í Landsdómi einfaldlega vegna þess að þær eru ekki til. 

 Þetta er eina tækið sem að lýðræðisríkið Ísland hefur til þess að draga til ábyrgðar háttsetta embættismenn og ráðherra fyrir hluti sem að þeir gera í starfi t.d. hreina og beina vanrækslu. Ef að slíkt er ekki gert og fordæmið sett sem fyrst um að slíkt hegðun hafi afleiðingar þá mun Alþingi og framkvæmdarvaldið geta haldið uppteknum hætti og kaffært landið í skuldum sökum klúðra. 

 

Það er hrein og bein óheiðarleg aðför að lýðræðisríkinu og jafnræði fyrir lögum að ætla sér núna að segja að ráðherrar séu stikkfríir þegar að þeir klúðra málum!

Að segja að þessir menn séu líka dæmdir með sömu reglum er líka enn eitt dæmið um amatörismann og metnaðarleysið sem að er í kröfum Íslendinga til hæfni embættismanna.

Hér hafa vanhæfir og í reynd óhæfir aðilar látið hjá líðast að stöðva atburðarrás sem að leiddi til defacto gjaldþrots þjóðarinnar og Sjálfstæðismenn vilja sleppa þessu fólki við jafnvel því að kalla saman Landsdóm til að skoða málið! 

Sérhagsmunir og sérelítan ofar þjóðinni, lýðræðinu og réttlætinu?

þvílíkt pakk...


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband