Íslenskir bloggarar...

Útlendingar eður ei þá er þetta hræðilegur glæpur sem ég vona að verði tekið á á réttan hátt.

 

En hins vegar þá kemur mér á óvart þessi viðbrögð bloggaranna á MBL.is

Ég gerði mér nefnilega alls ekki grein fyrir því hversu útlendingahatur er orðið útbreitt á Íslandi. Og fyrir það skammast ég mín. Þetta er ekki það land sem að ég var stoltur að búa í og monta mig af við erlenda kunningja á netinu. Þetta eru alls ekki þau þroskuðu viðbrögð sem ég hélt að stóískir íslenskir þegnar myndu sýna.

Það virðist sem að glæpir séu orðnir svið erlends fólks, láglaunastörf og glæpir. Þetta er þjóðtrúin nú til dags og ég endurtek að ég skammast mín. 

Mér finnst að þetta sýni bara að það er þörf fyrir ennþá harðari fræðslu um innflytjendur og mun meiri umræðu í þjóðfélaginu og fólk þarf að kynnast innflytjendum persónulega.

Íslendingar geta alveg verið öruggir um að flestir nauðgara, dópistar, morðingjar, ræningjar og árásarmenn eru ennþá Íslendingar. Þjóðernissinnarnir geta huggað sig við það. 

Skammist ykkar. 


mbl.is Fimm grunaðir um að hafa nauðgað stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Góð færsla. Mjög sammála þér.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Sema Erla Serdar

true, true.

Sema Erla Serdar, 11.3.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Skaz

Kolbrún, ekki gæti verið að innflytjendur gætu kennt þér að ná fram þessari ró? Ég skil ekki þessa alhæfingu hjá þér með erlent fólk og vil endurtaka að það eru mun meiri líkur á að þér yrði naugðað af Íslending og þá kunningja þínum heldur en af erlendum aðila.

Ég er að benda á að ég skammast mín fyrir þessa múgæsingu sem er að eiga sér hér stað og sleggjudóma yfir fólki sem er hér á landi oft á tíðum til þess að bæta líf sitt eða að læra af okkur Íslendingum.

Þvílíkar fyrirmyndir sem eru hér á ferð.

Skaz, 11.3.2008 kl. 01:38

4 Smámynd: Sema Erla Serdar

Bíddu Kolbrún, það er semsagt í fínu lagi að konum sé nauðgað, bara ef þær eru ekki íslenskar??

Sema Erla Serdar, 11.3.2008 kl. 01:42

5 Smámynd: Skaz

Ég bara skil ekki alveg athugasemd þína og gruna að hér sé einhver misskilningur í gangi. Kaldhæðni kemst ekki alltaf til skila á prenti og ég held að þú þurfir að lesa færsluna mína aftur yfir og aðeins hægar....

Skaz, 11.3.2008 kl. 02:01

6 Smámynd: Sema Erla Serdar

Ég tel mitt svar nú hafa komið mjög vel í ljós í spurningunni minni!

Varstu ekki að tala um á síðunni þinni að þú værir búin að læra á þínum aldri að lesa á milli línanna

Sema Erla Serdar, 11.3.2008 kl. 02:04

7 identicon

Við erum öll útlengingar í öðrum löndum. Skammt er að minnast er íslendingar voru sendir í hrönnum heim frá Danmörku og Svíþjóð vegna misnotkunar á félagskefinu þe Félagsmálastofnun. Bjó þarna í 12 ár og hafði ekki álit og reyndar skömm á mörgum samlöndum þar. Um tíma sagði maður ekki einu sinni frá því að maður væri Íslenskur. Maður fékk ekki gott viðmót við það. Íslendigar í Gautaborg vor landlægir og áttu erfitt með að fá leigða sali til að halda uppá Þorrablót ofl vegna drykkju og slagsmálaólata. Lýtum okkur nær.

kristjan (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 03:20

8 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Kemur þetta eitthvað á óvart þar sem að tvisvar ef ekki þrisvar kom það upp að 2 eða fleiri útlendingar frömdu svipað ódæði á seinasta ári..

Ólafur N. Sigurðsson, 11.3.2008 kl. 06:09

9 identicon

eiga íslendingar ekki langa sögu af kynferðisglæpum líka? alveg finnst mér þetta frábært, um að gera að reyna að hefja okkur upp á kostnað innflytjenda, um að gera að dæma heilan hóp fyrir það sem örfáir gera. Alltaf þurfum við íslendingar að vera mestir og bestir í öllu. Gleymist hratt að við erum fræg fyrir verslunarmannahelgar nauðganir, smjörsýru og rohypnol. góð færsla hjá þér

Íris (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 08:17

10 identicon

Okei, það er samsegt í lagi ef útlendingar komi og fremji glæpi af því að "íslendingar gera það hvort sem er líka!"?

Má ég keyra á 180km hraða á Sæbrautinni af því að Einar frændi gerði það líka?

Útlendingar mega vera hér mín vegna, glæpamenn ekki. Svo má auðvitað ekki handtaka eða refsa útlendingum af því þá koma allir með ofur/gervi-umburðarlyndið sitt og kalla "ALLA" íslendinga rasista.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:59

11 identicon

Hvaða vitleysa er þetta í þér, Þorsteinn.  Glæpamenn fá dóma fyrir glæpi sína, væntanlega óháð þjóðerni.

Ef menn vilja beina sjónum að raunverulegu ranglæti, þá er það skjalfest um allan vestrænan heim, að konur fá vægari dóma en karlmenn, fyrir samskonar brot.

Nú er ég ekki að mælast til þess að konur verði sendar af landi brott en það er alger óþarfi að leyfa óvandaðri fréttamennsku að píska upp einhverja svipaða útlendingafælni og viðgengst í Danmörku (og víðar). Við eigum einfaldlega að vita betur. Fólk er allsstaðar eins. Það er gott að þekkja gott fólk, sama hvaðan það kemur. Og fólk er hvergi betra en annarsstaðar.

Netverji (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:56

12 identicon

Netverji: Það er bara ÓÞOLANDI þetta ofur-umburðarlyndi sem maður á að sýna fólki EINGÖNGU vegna þess að það eru útlendingar. Maður á að láta berja sig og ræna sig og bara brosa á móti. Ekki má maður ætlast til þess að sakaskrá þeirra(sem ætla að koma til landsins í lengri eða skemmri tíma) skoðuð, þá er maður rasisti og enn einn "heimski íslendingurinn". Það er víst í lagi að alhæfa um íslendinga hvað við erum heimsk, fordómafull og löt þjóð, en um leið og það er krafist þess að útlendingar hegði sér hérna þá er maður orðinn rasisti og fífl.

Það er EKKI útlendingahatur að ætlast til þess að fólk hegði sér þegar það er gestur í manns eigin landi. Ég tel rétt minn til að vera látinn í friði meiri heldur en rétt glæpamanna á að koma hingað og gera það sem þeim sýnist.

Svo eru glæpir íslendinga EKKI RÉTTLÆTING á glæpum útlendinga, það er ekki í lagi að útlendingar fremji glæpi bara vegna þess að "íslendingar gera það líka".

Ef einhver útlendingur myndi beita systur minni kynferðislegu ofbeldi myndi ég láta göturéttlæti rigna yfir hann í staðinn fyrir að treysta á íslenska ríkið, þeim virðist bara vera sleppt og svo komnir heimalandið sitt daginn eftir. 

Þorsteinn (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:42

13 identicon

Þorsteinn: Það er tilgangslaust að rökræða við fólk sem notar eingöngu tilfinningarök, en kýs að líta framhjá staðreyndum. Hér eru áhugaverðar staðreyndir frá Danmörku (ég bý þar um þessar mundir).

1) Rannsóknir sýna að útlendingar fá að jafnaði þyngri dóma en heimafólk, fyrir samskonar brot.

2) Rannsóknir sýna einnig, að innflytjendur eru ólíklegri en heimamenn til að brjóta af sér.

3) Rannsóknir sýna hinsvegar, að brot innflytjanda er tuttugu sinnum líklegra til að hljóta umfjöllun í fjölmiðli en heimamanns, miðað við sama brot.

Það er enginn (allavega ekki ég) að ætlast til þess að útlendingum sé sýnt ofurumburðarlyndi. Það sem málið snýst um, er að fólk hefur tilhneigingu til að koma fram við mann, eins og maður kemur fram við það. Íslendingar geta lært af Dönum hvernig á ekki að koma fram við útlendinga. Viðhorf eins og það sem þú sýnir með skrifum þínum, lætur fólki líða eins og það sé eindregið ekki velkomið. Og það er frekar óréttlátt í garð þeirra 99% útlendinga sem eru bara ósköp venjulegt fólk, rétt eins og 99% Íslendinga eiga ekki í neinum vandræðum með að sýna náunga sínum almenna kurteisi, ef það að örlítill minnihluti þess hóps sem við köllum einu nafni innflytjendur, eiga að gera það að verkum að hin 99% mega sitja undir dylgjum og aðdróttunum fólks eins og þín, sem nennir ekki að kynna sér staðreyndir málsins áður en það sleppir hræðslu sinni og tilfinningum lausum út um munninn.

Þú vilt að fólk komi vel fram við þig, þá er gott að byrja á því sama gagnvart öðru fólki. Ef þú ert ósáttur við að vera ásakaður um fordóma, þá skaltu einfaldlega ekki gera þig sekan um þá. Vandamálið er, að fæstir átta sig á því þegar þeir eru fordómafullir. Fordómar eru skilgreindir sem það að alhæfa út frá einstökum tilvikum, um eiginleika hóps. Og það er nákvæmlega það sem þú ert að gera. Þú talar um 'útlendinga' eins og það sé einhver einsleitur hópur, og hefur ákveðin tilvik í huga. 

Að ætlast til þess að útlendingar sem eru búsettir á Íslandi líti á sig sem gesti í þínu landi, er frekja og tilætlunarsemi. Þú átt ekki landið frekar en ég, og hver sá sem á fasta búsetu hér, er íbúi til jafns á við okkur hin. Vissulega ekki að öllu leyti, þar sem aðeins ríkisborgarar hafa atkvæðisrétt. En að öðru leyti, og einkum öllu sem lítur að daglegu lífi, eru þetta bara nágrannar okkar og sambúar á landinu, og engin ástæða til að draga fólk sérstaklega í dilka að því leytinu.

Ég leyfi mér þar að auki að efast um, að það myndi skipta systur þína nokkru máli hvort það væri útlendingur eða eitt stykki íslenskur Annþór sem beitti hana kynferðislegu ofbeldi, og get upplýst þig um, að réttarkerfið er mun fljótara að sleppa Íslendingum sem settir eru inn fyrir hverskyns brot, en erlenda ríkisborgara. Og flestir útlendingar sem lenda inni, grátbiðja án árangurs um að fá að afplána á Íslandi frekar en að lenda í fangelsi í sínu heimalandi. Íslensk fangelsi eru hótel miðað við fangelsi sem eru ekki lengra frá okkur en t.d. í Danmörku og Bretlandi.

Það sem er raunverulega óþolandi er að fólk eins og þú, skuli líta á viðleitni samborgara sinna til að sýna öðrum samborgurum sem vill til að eru fæddir í öðru landi, kurteisi, sem tilraun til að réttlæta afbrotahegðun einhverra óhamingjusamra einstaklinga, sem mér er sama hvaðan koma.

Ég hvet fólk eins og þig, til að prófa á eigin skinni hvernig það er að flytja búferlum til annars lands og reyna að aðlagast, og því hversu ótrúlega særandi, meiðandi og óréttlát framkoma eins og þín, er. 

Netverji (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 14:06

14 identicon

Netverji: Hvers vegna er þessu fólki ekki hent úr landi þegar það brýtur af sér? Hvers vegna má ég ekki hafa þá skoðun að þeir sem ætla að setjast hér að til lengri eða styttri tíma framvísi sakarvottorði án þess að maður fái regn af rasista commentum? Ég þurfti að framvísa sakarvottorði þegar ég sótti um vinnu hjá ákveðnu fyrirtæki og ég sé bara ekki nokkurn skapaðan hlut að því.

Hvers vegna má tala um hvað "ALLIR" íslendingar séu heimskir, latir og fordómafull þjóð? Eru það ekki fordómar?

Og svo þú vitir af því þá hef ég aldrei, ALDREI komið illa fram við neinn innflytjanda. Ég er ekkert á móti því að fólki komi hér og setjist að, ég er á móti því að glæpamenn geti komið hingað án þess að nokkuð sé athugað með þeirra bakgrunn.

Er eitthvað erfitt að skilja það? Ég vil ekki nauðganir sem hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir með að athuga bakgrunn fólks og meina glæpamönnum að koma. En samkvæmt fólki eins og þér þá hata ég ALLA útlendinga af því að ég vil fá svona check. Ég hata ALLA útlendinga af því ég vil senda afbrotamenn heim til sín.

Ég hata ekkert ALLA útlendinga þótt að fólk eins og þú viljir láta mann líta út fyrir að gera það. 

Ég vil ekki glæpi, vá hvað ég hlýt að vera ömurleg persóna fyrir vikið.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband