Hvernig verður þetta í vetur?

Hlakkar til að sjá hjólreiðamenn og göngugarpa auglýsa sína valkosti þá. Olía mun líklega hækka meira í verði vegna húsakyndingar erlendis. Ætli skautar og gönguskíði muni þá rokseljast og sleppt verður að ryðja og moka?

Ég er alveg sammála fólki að draga þarf úr mengun, olíunotkun og allt það en innan skynsemismarka þó. 

Það að ætlast til þess að hátt olíuverð nú muni draga úr mengun er álíka heimskulegt og þegar breskir umhverfissinnar slepptu minkum og refum úr samnefndum búum og skildu svo ekkert í því uppnámi sem þessi dýr ullu í fæðukeðjunni í lífríkinu.

Hækkandi olíuverð og það að íslenska ríkið sé að taka dágóðan bita af því kemur rannsóknum á vistvænni bílum, minnkun á akstri og þróun vistvænst eldsneytis lítið við enda stundum við lítið af þeim rannsóknum og engir bíla né vélaframleiðendur eru hér. Ríkið leggur þessa peninga í vegaframkvæmdir og gangnagerð sem ef eitthvað er hvetur til aukinnar neyslu á umræddu eldsneyti sem eykur hagnað ríkisins og eldsneytis innflytjenda.

Ef ríkið stæði fyrir átaki og myndi styrkja rannsóknir á t.d. vetnisnýtingu fyrir eitthvað sem kallaðist upphæð (hundruði milljóna) af þessum álögum á eldsneyti myndi mér finnast þetta til bóta. En núna er þetta hagnaður í Ríkissjóð.

Fólk segir að allt muni upp úr sjóða þegar þetta fer í 200 kr líterinn. En ég held að fólk sé bara orðið vant því að láta ríkið hugsa fyrir sig hér á landi. Þetta verður gleymt við næstu kosningar.

Ég held að ríkið þurfi að hugsa aðeins um rekstrakostnað heimila núna í "verðbólgukreppunni" okkar. Allt hefur hækkað og það er farið líta út fyrir að kjör fólks muni rétt ná að standa í stað launalega sé. Neyslan hefur verið mikil og ég held að það sé óþarfi að refsa fyrir hana það harkalega að fólk endi í gjaldþroti og á götunni. 

Ríkið þarf að huga að því að nauðsynjakostnaður sé viðráðanlegur ekki íþyngjandi eins og hann er að verða núna. Lækka þarf álögur á eldsneyti og matvörur í það minnsta tímabundið. 

Það eina sem ríkið virðist ætla að gera er að redda bönkunum út úr vandræðum sínum og koma af stað möguleikum til að fá lán til að kaupa hús eða íbúðir. Hlutir sem margt fólk hefur ekki alveg efst í huga sér núna, þegar það þarf að hafa áhyggjur af því hvort það tapi vinnunni eða geti almennt rekið heimili.

Vona að ríkisstjórnin sé ekki að bíða eftir því að einhver annar erlendis leysi þetta mál fyrir þau. En mér sýnist það vera núverandi stefna þeirra og ef svo er þá verður skaðinn skeður þegar þetta verður þeim ljóst eða þrjóskukast Geirs Haarde er búið.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á að lækka álögur á matvæli? Á að setja vsk-inn niður í 0%?  Ertu búinn að steingleyma því hvað gerðist þegar matarskatturinn var lækkaður hressilega bara fyrir nokkrum mánuðum? Tók nema 2 til 3 daga að éta muninn upp með aukinni álagningu heildsala og smásala?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband