Áhugaverð staðhæfing

Það getur vel verið að þetta sé hans tilfinning en ég er alltaf efasamur um svona fullyrðingar í fjölmiðlum. En hann tekur þó fram að það vanti rannsóknir. Það sem mér finnst vanta eru tölur. Hversu margir falla úr námi árlega og hvað er hlutfall þeirra sem eru með þessa "tölvufíkn".

Það er áhugavert að benda á það sem MH strákurinn segir um félagsfælni og fleira að þetta sé flóttaleið fyrir þá sem eru félagsfælnir og kannski þeirra sem eru lagðir í einelti og sé einhverskonar staðgengils félagslíf vegna þessa vandamála. Ef svo er þá myndi ég ekki kalla þetta orsök heldur einkenni á öðrum vandamálum sem þá orsakar brottfall.

Það er mín trú miðað við erlendar rannsóknir að hrein tölvuleikjafíkn sé lítil og ekki stór vandamál.


mbl.is Tölvufíkn veldur brottfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála þér, spurning hvort tölvan valdi brottfalli eða eitthvað annað dýpra.  Tölvan er hins vegar mjög góður vinur ef þú átt fáa vini.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.9.2008 kl. 13:04

2 identicon

Mín _tölvufíkn_ á unglingsárunum var fólgin í gríðarlegum áhuga á að fikta í flóknum kerfum. Á unglingsárunum kaus ég frekar að vera heima og læra forritun og annað tengt tölvunarfræði heldru en að fara út á meðal fólks.

Enn í dag, sem fullorðinn maður, er mín hugmynd af góðu laugardagskvöldi, þykkur doðrantur og flókin verkefni,. mikið frekar en pubbarölt með félögunum.

Niðurstaðan er góð vinna og gríðarleg þekking á mínu sviði.

Hér skal ekki rugla saman tölvufíkn og leikjafíkn.

Ingi (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:11

3 identicon

Hér er um gamalt vín á nýjum belgjum (flöskum) að ræða, eða gamalt vandamál með nýjum einkennum, en verið viss um að þessi sjúkdómur! verður mun dýrari í meðferð en sá gamli. Hver kannast ekki við að gömlu lyfin sem voru ódýr eru nú endurnýjuð með nýju nafni og kosta miklu meira en þau gömlu.

Einstaklingar sem eru með t.d. Félagsfælni, þunglyndi eða eru undir einelti, nota þau skjól sem hentugast er hverju sinni og talvan er vissulega hentugt skjól, eða var það.

Tommi (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:12

4 identicon

Þeir segja að manneskjur sem opna augun eftir fæðingu og anda að sér súrefni séu um það bil 100% líklegri að fremja morð heldur en ella.  :D

Buni (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:12

5 identicon

Ég held að flest hafi verið rangt í þessari frétt. Engar aðferðafræðilega sterkar rannsóknir sýna langvarandi skemmdir á heilastarfssemi eða þroskahömlun. Ekki ein. Skaði af völdum tölvuleikjafíknar er aðallega tíminn sem fer í leiki. Skaðinn af völdum þessarar fréttar er hugarangur og ranghugmyndir hjá fólki sem treystir mbl blint. 

 Reyndar eru engar rannsóknir sem sýna að klínískar sálfræðimeðferðir hafi læknandi áhrif á geðfatlaða enda hafa sálfræðikennarar í HÍ orðið til að segja að þeir myndu frekar fara að hitta góðann félaga en klínískann sálfræðing ef þeim liði illa. 

Það er samt ekkert meira eitur en fréttamiðlar og mogginn þar engu skárri en annað.  Leikir hafa ekki valdið nærrum því jafn miklum skaða og heimskulegir fréttamiðlar og asnakjálka sálfræðingar í gegnum tíðina. 

notandi (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:18

6 identicon

Finnst þessi fyrirsögn

,,Tölvufíkn veldur brottfalli"

Frekar ,,mikill" ef svo má segja. Því þetta er rosaleg alhæfing þó þetta 

eigi algjörlega við einhverja prósentu.

Persónulega er ég háður ,,tölvum og fíkn í kringum þær" og er sjálfur tvítugur, í háskólanámi og gengur vel.

Veit ég um fleiri svona dæmi sem fólk eydi meiri tíma í tölvur en nám því nám í menntaskóla er engan veginn áskorun.

Sjálfur tók ég náttúrufræðibraut og fór svo í laganám í HÍ.

alfreð (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:19

7 identicon

Já enmitt svona einsog það er ekki fíkniefnunum að kenna að fólk sé að nota þau, heldur eithvað "dýpra" í gangi...

hva ertu að segja að þú sért á móti meðferðar úræðum, bara sópa þessu undir teppið?

 Fólk má nú gera það sem það vill og ef það vill hanga í tölvuni eða reykja gras alla daga er það þeirra mál - en það er svaðalega hallærislegt að hanga í tölvuni alla daga, grottna upp og yfirleytt versnar þunglyndið- það þarf enga könnun til að segja mér það.

Armada (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:22

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Armada ég að fólk sé frekar að hræðast þá staðhæfingu sem fer fram í fréttinni.  Hún gerir lítið út vandamálinu.  Það er auðvelt að kenna tölvum um og láta eins og það sé lausn að banna tölvuleiki og annað sem fólk sem á við félagslega erfiðleika felur sig bak við. 

Ég efast um að þessir einstaklingar mættu betur ef þeir hefðu ekki tölvu, rótin er dýpri en bara tölvuleikir.  Vissulega ber að taka tölvufíkn og aðra fíkn alvalega.

Hér áður fyrr þótti alvarlegt að fólk lægi of mikið yfir bókum og svo seinna sjónvarpi.  

Kannski ættum við líka að líta á kröfurna sem við setjum á ungafólkið og það erfiða mikla val sem það þarf að taka.  Eins gæti haldist í hendur sú staðreynd að það ríkir mikil kreppa á íslandi og mörg heimili eiga við erfiðleika að stríða núna.  Að skella skuldinni á tölvur hljómar bara pínu of auðvelt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.9.2008 kl. 13:35

9 identicon

Armada

 Þessi skoðun um ,,hallærislegt", það er algjörlega einstaklingsbundið hvað er töff og cool.

 Oft er fólk í vinahóp þar sem þetta er ,,inn" ef svo má segja.

Fólk er mismunandi og sem betur fer, því ekki myndi ég vilja að allir væru ,,eins" .

Í mínum gamla vinahóp spiluðum allir tölvuleiki, og margir þeirra í dag eru komnir í háskólanám og eiga framtíðina fyrir sér, miðað við að aðrir seinni tíma vinir mínir sem töldust ,,cool" enda í meðferð, eignast fjölskyldu fyrir tvítugt.

Frekar kýs ég tölvufíkn og að teljast ,, ekki cool" heldur en margt sem er í kringum það sem í dag telst ,,inn".

 Fólk velur sér framtíð, velur sér lífsstíll og engin hvorki einstaklingar þingmenn og hvað þá fjölmiðlar eiga rétt á að dæma það. (miðað við að athæfið er ei ólöglegt) 

alfreð (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:36

10 identicon

Þetta gerist aðallega hjá strákum, en aðal málið er að fólk sogast meira að tölvum þegar það er í skólanum og hættir að læra útaf tölvum.

Svavar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:44

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er mikilvægt að rugla ekki saman fíkn og áhugamálum. Tölvuleikir geta verið góð skemmtun og gott áhugamál sem hægt er að njóta í miklum félagsskap með öðru fólki. Hjá sumu fólki fara tölvuleikirnir hinsvegar að taka yfirhöndina. Fólk gleymir að fá sér að borða, fara á klósettið, sofa eða fara í vinnuna. Að segja slíku fólki að tölvan geti verið góður vinur ef þú átt fáa er álíak gagnlegt og að segja alka að flaskan geti verið góður vinur ef þú átt fáa.

Alveg jafn erfitt og það er að skilja fyrir þann sem ekki á við áfengisfíkn að stríða af hverju alkinn ekki getur látið vera að drekka þó ekki væri nema þennan eina dag sem barnið hans á afmæli, getur verið erfitt fyrir utanaðkomandi að skilja tölvuleikjafíklar detti úr vinnu og námi vegna fíknar sinnar en það er engu að síður staðreynd.

Það er rétt að umfang vandans er ekki sérlega vel þekkt eða rannsökuð enda er vandamálið fremur nýtt af nálinni og því er kannski ekki mikill grundvöllur fyrir því að halda því fram að þetta sé helsta ástæða þess að fólk detti úr skóla. Ég efast hins vegar ekki um að vandinn er stærri en fólk gerir sér grein fyrir og byggi ég það ekki síst á því hversu félagslega samþykkt þessi fíkn er. Það fer enginn að spyrja spurninga fyrr en komið er að vikulöngum kojufylleríum. Það má því búast við að á bak við hvern sem greinist með tölvuleikjafíkn sé mikið af fólki sem hefur eigi við vanda að stríða.

Að lokum er svo spurning hvað sé eðlilegt að gera í þessum málum. Það getur enginn stjórnað fíkn í annarri manneskju. Ef grátur og gnístan tanna frá aðstandendum  nær ekki til fólks er ólíklegt að neitt sem hið opinbera gæti gert hefði nein áhrif nema þá helst að hjálpa þeim sem lenda með líf sitt í öngstræti
og eru tilbúin til að leita sér meðferðarúrræða.

Héðinn Björnsson, 16.9.2008 kl. 13:44

12 Smámynd: Skaz

Það sem ég vildi meina er ekki það að þetta sé ekki vandamál en engin fíkn er án ástæðu. Fólk leitar í efni og hluti sem það ánetjast langoftast vegna undirliggjandi ástæðna. Það sem ég er að meina er það að við erum að sjá einkenni hins raunverulega vanda brjótast fram í þessari hegðun.

Og Notandi, ég get vísað þér á tugi ef ekki hundruði rannsókna sem sýna fram á það að samtalsmeðferðir, og Hugrænar atferlis meðferðir hafa MJÖG mælanlegan árangur. Held að sálfræðingarnir við HÍ séu mest hræddir um að lenda hjá nemanda eða kunningja í meðferð ;)

En svo ég endurtaki þá tel ég fíkn lang, lang oftast vera flóttaleið undan öðru vandamáli. Og ég held að þau vandamál séu það sem þarf að hafa meiri áhyggjur af heldur en fíknir svo sem þessi. Þótt að fíknir séu vandamál útaf fyrir sig þá erum við í raun bara að meðhöndla einkenni og hunsum orsaka valdin.

Ég veit að margir eru ósammsamála þessu, kannast við dreng sem er í AA samtökunum og vill meina að hann hafi fæðst alki, að þetta hafi verið óumflýjanlegt að hann myndi drekka sig nánast í hel. Ég held samt að annað hafi verið á ferðinnni og að hann hafi bara verið næmari fyrir áfengi en öðrum fíknum.

Skaz, 19.9.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband