Hverjir eru þá fulltrúar þjóðarinnar Ingibjörg?

Það er makalaust hvað hún Inga Solla er eitthvað efins um að fólk sé fulltrúar þjóðarinnar. Það er spurning hvort að hún telji sjálfa sig og félaga sína í ríkisstjórninni fulltrúa þjóðarinnar. Það væri nú reyndar alveg eftir henni. Og ég efast um að ég þurfi að segja hversu rangt og vitlaust það væri hjá henni, því að ef þau eru fulltrúar þjóðarinnar þarna í stjórninni þá skil ég ekkert í þessum vandræðum okkar, allir með milljón á mánuði og ýmsa aðra bittlinga til að halda manni upp og svo auðvitað forgangs þjónusta í bönkum og öðrum viðskiptum.

Onei þið öll á Alþingi eruð ekki fulltrúar þjóðarinnar. Þið eruð fulltrúar einnar stéttar sem er atvinnupólitíkusinn. Og á meðan svo er þá getið þið ALDREI verið réttlátir fulltrúar allrar þjóðarinnar. Þetta er stétt sem á ekki að vera til. Alþingi er EKKI ætlað sem ævistarf fólks. Það á enginn að geta gengið að sínu þingsæti sem vísu frá kosningum til kosninga. 

Það þarf að skipta landinu upp í kjördæmi þarf sem fólk er í framboði hvert á móti hverju. Kjördæmum þar sem 5000 manns eru. Verða auðvitað misstór en fjöldi kjósenda alltaf sá sami. Sú fyrirhögun er mjög farsæl sbr. fulltrúaþing Bandaríkjana. Þingmenn yrðu þannig ábyrgir gagnvart ákveðnu kjördæmi og kæmust ekki upp með að hunsa kjósendur ef að þeir hyggðu á endurkjör. Þetta myndi þannig veikja það flokksræði sem hér tíðkast. Þar sem að vilji flokksins er mikilvægari en samviska og trú þingmanns og það þvert á stjórnarskránna.

Einnig þarf að setja hámarks árafjölda á þingsetu. Það gengur ekki að vera með sama fólkið á þingi í háttnær 2-3 áratugi. Fólk sem var kannski með áratugsgamlar hugmyndir þegar það kemst á þing. Og er svo þarna í fleiri áraraðir að koma mjög úreltum hugmyndum sínum í framkvæmd í rólegheitum. Það þarf meiri pressu á að fólk sjái fram á að þurfa að koma hugmyndum í takt við tímann í framkvæmd á innan við 4 árum. Og að fólk sjái þannig fram á að þurfa að bera ábyrgð á loforðum sínum við ákveðinn hóp kjósenda.

Núverandi kerfi er hannað af núverandi flokkum fyrir sig og bara sig. Algjörlega nýir flokkar sem myndaði eru af fólki sem ekki hefur setið á þingi og ekki klofið sig úr öðrum þingflokki er þannig nánast meinað í öllu nema orði að komast á sama plan og aðrir flokkar varðandi fjármál. Íslenska ríkið á EKKI á NEINN hátt að styðja þessa flokka. Slíkur stuðningur er eingöngu ríkisstyrkur til þess að starfrækja uppeldisstöð fyrir atvinnupólitíkusa. Fólk sem enga reynslu hefur af daglegu lífi á Íslandi í dag. Fólk sem varla þarf að skeina sér og skilur svo ekkert í því þegar kjósendur vilja það burt vegna illa unnina starfa.

Við viljum kjósa fólk, persónur og hugmyndir þeirra, í stað þess að sitja uppi með flokka og hugsjónir sem eru hannaðar af formönnum flokkanna.


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég tel mig vera ein af fulltrúum þjóðarinnar, en samt er ég ekki að brjóta og bramla. ef svona þurrhausar eins og þú hefðu hlustað vel hvað hún sagði mydirðu kannski fatta að hún var akkúrat að tala um þessa rudda sem brjóta og bramla en vilja ekki taka ábyrgð gerðar sínar, enda þessvegna með hulið andlit. ég er langt frá því að vera aðdánadi hennar, ó nei! langt frá því! en þarna sagði hún satt...

flest af þessum ófriðsamlegum mótmælendum eru unglingar sem hafa það hreint og beint of gott, hafa foreldra sem borgar allt fyrir þau og þurfa ekki að hugsa um neitt annað en að skemmta sér. þetta er nú meira skemmtun, að eyðileggja eignir annara og meiða fólk...

björk (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 19:11

2 identicon

Það er afleitt ef siðlausir skemmdarvargar koma óorði á mótmælin sem sem almenningur hefur svo sannarlega ástæðu til að stunda. Á því er dálítil hætta og nokkuð ljóst að óeirðaseggir og skemmdarvargar gera fyrst og fremst einum hópi manna greiða með atferli sínu, þ.e. embættismönnunum og stjórnmálamonnunum lélegu sem leitt hafa allar hremmingarnar yfir þjóðina. Almenn þátttaka í friðsamlegum mótmælum getur hugsanlega haft einhver áhrif á valdastéttina, en hætt er við að margir hiki við að fara niður á Austurvöll ef búast má við að þr verði efnt til óláta og skemmdarverka.

Ragnar Böðvarsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Kallinn minn, þú kallaðir mótmælendur vitleysinga, ég svaraði í sama leveli, þó reyndi ég að hafa orðin falleg.

Ég sagði í fyrri færslu minni hér á þessari bloggsíðu, að mótmælendur hefðu ekki byrjað.  Ég fór niður í bæ að mótmæla með orðum en ekki hnefum, það gerðu líka aðrir. Hnefarnir komu þegar lögreglan ætlaði að koma fólkinu út. Það var ekkert fólk sem kom bara þarna til að hafa læti. Fólk vill að það verði hlustað á sig, en ekkert er gert. Ingibjörg Sólrún segir bara að við séum ekki þjóðin, það er ósanngjarnt, skiljanlega verður fólk reitt.

En ég ítreka að ef lögreglan hefði verið friðsamleg, þá hefðu mótmælendur verið það líka. Til þessa hef ég skilið stöðu lögreglu í þessum málum, en nú brettist lögreglan í her ríkisstjórnarinnar sem ég mun ekki styðja áfram.

Jóhannes Ragnarsson, 1.1.2009 kl. 14:38

4 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Ég tek undir að það fólk sem stóð fyrir skemmdaverkum í dag eru ekki mínir fulltrúar, og við skulum kalla þetta lið réttum nöfnum þar sem þessir einstaklingar stunda skærur þá eru þau skæruliðar. Ég geri mér ekki grein fyrir málstað þeirra þar sem einu kröfurnar virðast vera að fólk víki en minna um hvað gerist eftir það ( Persónulega kæri ég mig ekki um Steingrím J. sem í mínum huga er einhver mesti lýðskrumarinn á Alþingi)

Hins vegar þá er þessi grein hér á undan ansi góð þegar kemur að seinni hluta hennar en það virðist enginn kommenta á það og það hvernig við náum fram breytingu þá held ég að við verðum að gera það innan frá þ.e. grasrótin í öllum stjórnmálaflokkunum verður að senda tóninn uppá við því allir þessir höfðingar sem eru í forsvai fyrir flokkana eru þar vegna stuðningsmanna sinna og flokksins og eins og ég skynja ástandið í mínum flokki ( Samfylking) og eins á samtölum mínum við fólk í öðrum flokkum þá er hinn almenni flokksmaður búin að fá sig fullsaddann af því aðgerðaleysi sem virðist einkenna forystu flokkana í dag og stutt í að flokksfélöginn fari að senda frá sér harðorðaðar ályktanir sem kalla á breytingu og ef forystan svara ekki því kalli þá munu foringjar og hörðustu fylgisauðir falla.

Tjörvi Dýrfjörð, 1.1.2009 kl. 18:02

5 identicon

Ég verð bara að spyrja ykkur sem fordæmið mótmælendur og teljið þá ekki til þjóðfélagsþegna.

Eru þið sáttir við að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið?
Er það ykkar vilji?

Rakel (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband