Afhverju er þessi frétt falin?

Áhugavert að Mbl.is virðist sjá ástæðu til þess að fela þessa frétt. Hún er ekki á forsíðunni og kemst ekki í listann yfir mest lesnu fréttirnar. Eru menn að þjóna einhverjum hagsmunum með því að láta sem minnst á þessari frétt berast? Er Mogginn og þar með fréttamenns hans orðnir undirsátar flokks sem nú virðist hafa selt blíðu sína hæstbjóðanda? Hver ætli eigi þá hollustu Sjálfstæðisflokksins núna fyrst FL Group er horfið? Ætli það séu þeir sem hvað mest græða á Helguvíkurfrumvarpinu sem Sjálfstæðismenn virðast allir nefna sem áríðandi frumvarp sem ætti að fara fremst í röðina fyrir þingslit?

Sjálfstæðir fjölmiðlar my ass, mbl.is virðist bara vera en eitt málgagn flokksins. Skora á þá að sanna hið gagnstæða, því að þetta er stórfrétt. Þarna er stjórnmálaflokkur uppvís að því að þiggja stórfé nokkrum dögum áður en þak er sett á styrki með lögum. Lögum sem sami flokkur sagði að ættu að koma á meira trausti, gegnsæi og heiðarleika í stjórnmálum. Og að almenningur ætti með þessu að geta treyst pólitíkusum og flokkum þeirra.

Ekki það að þeim fannst þetta þurfa að gilda um þá greinilega.


mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Svar við spurningu í fyrirsögn: Vegna þess að þetta er ekki stórfrétt og hún verður það ekki nema betur verði vandað til hennar. Það þarf að koma fram hvernig þessi greiðsla er í samaburði við greiðslur frá öðrum stórfyrirtækjum og hvernig hún er í samburði við greiðslur til annara stjórnmálaflokka. Einar og sér eru þessar upplýsingar ekki frétt.

Emil Örn Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband