Færsluflokkur: Vefurinn

Best að prófa að blogga og þá um bloggið

Ég var að skoða mig um á mbl.is og sá þar listann sem hægt er að fá yfir vinsælustu bloggin. Minnz er í 334. sæti Blush

En það var ekki það sem vakti athygli mína á þessari síðu heldur aðsóknartölurnar í heild sinni. Og þá sérstaklega tölurnar um gesti per dag. Þessi tala er fyrir vinsælustu bloggin um 2.400 gestir. Sem ég verð að viðurkenna að kom mér á óvart, ekki há tala þarna á ferð. Ég hef verið einn af umsjónarmönnum spjallvefs sem fékk um 5.000 - 7.000 gesti á dag lágmark og þykir ekki sérstaklega stór síða. Þannig að ég hélt að hinir netvæddu Íslendingar ættu að geta náð amk 10.000.

Þetta vakti mig líka upp varðandi það að íslenskir bloggarar eru þrýstihópur. A.m.k er hér hópur sem fær töluverða athygli og umfjöllun á skrifum sínum í fjölmiðlum miðað við fjölda. Og þá er ég að tala um  fréttir sem fjalla um hluti sem hafa farið um bloggheiminn, bloggheimurinn þetta, bloggheimurinn hitt.

Ég skil það að miðill sem býður upp á instant og víðtæka birtingu skuli njóta vinsælda og hafa áhrif en mér finnst samt að +2.400 gestir per dag ekki réttlæta þau áhrif sem manni finnst vera upplifa hérna.

Þetta gæti verið rugl í mér en mér finnst fjölmiðlar þurfa að fara að vara sig á því sem fólk segir hér á netinu, blogginu. Því að það sem einkennir bloggmenninguna í heild sinni er hvað fólk er óhamlað og eðlilegt í skrifum sínum á blogg. Fólk skrifar oftast á síður sínar líkt og það sem það segir við hvert annað á kaffistofum eða einkasamræðum. Bloggmenningin er í það hraðri útbreiðslu hér á landi að fólk hefur ekki haft tíma til þess að venjast því að þetta er fjölmiðill og að aðrir fjölmiðlar lesa þetta og breiða boðskapnum út.

Það sem þetta raus í mér er um er bara það að mér finnst að fólk þurfi að fara mun varlega með skrif sín. Ég er hins vegar algjörlega á móti hverskonar hömlum eða ritskoðun af hálfu stjórnvalda á netinu. Netið er nánast síðasta frjálsa svæðið sem ég get ímyndað mér. Þetta er enginn paradís en ég myndi ekki vilja breyta neinu. Þetta er yndislegt fyrirbæri, get ekki lifað án þess Whistling

Bleh ætla að læra meira fyrir prófið núna á eftir.... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband