Stanford fangelsis tilraunin

Árið 1971 var gerð tilraun af manni er heitir Philip Zimbardo og hefur verið kölluð Stanford fangelsis tilraunin. Hún fólst í því að valinn var hópur sjálfboðaliða sem töldust vera það sem kallað er "andlega eðlilegir" semsagt bara normal fólk án alvarglega geðrænna kvilla akkúrat þá stundina.

S.s. tilraunin fór þannig fram að hópnum var skipt í tvennt, Fangar og Verðir. Útbúið var gervifangelsi og búningar og þess háttar. Vörðunum var sagt að þeir réðu og mættu gera nánast allt nema valda líkamlegum skaða eða tjóni. 

Í stuttu máli þá fór öll tilraunin úr böndunum, fangaverðir gengu hart fram í því að aga og refsa föngum fyrir allt jafnvel mismæli og mistök í talningu. Jafnvel rannsakandinn sjálfur sökk verulega í þennan hlutverkaleik og sá ekki vandamálið fyrr en kærasta hans benti honum á það þegar hún fékk að sjá hvað gekk á.

Þessi tilraun er oft notuð í sálfræðinni til þess að sýna hvað gerist þegar fólk fær í hendurnar vald eða þegar það er gert hjálparlaust gagnvart valdbeitingu.

Ég tel að lögreglan á Íslandi þurfi að líta aðeins á sjálfa sig frá sjónarhóli valdalausra borgaranna og að átta sig á því að sá sem hefur valdið hefur ekki alltaf rétt fyrir sér.

 

P.S

Núverandi inntökuskilyrði fyrir nema í lögregluskólann eru fáránleg þ.e.a.s. að þessir krakkar þurfa bara að sýna fram á kunnáttu og líkamlega burði en andlega hliðin er algjörlega hunsuð. Engin furða að Lögreglumenn eu sumir sakaðir um að vera bara í þessu jobbi til að hafa vald.

Persónuleikapróf gætu hjálpað aðeins til við að grisja út þessir "fáu slæmu epli". Einni finnst mér lögreglan hér á landi vera dálítið hrædd við að refsa sínum eigin mönnum ekki vegna þess að þeim þykir of vænt um þá heldur vegna þess að ef þeir viðurkenni að mistök eða misbeiting geti átt sér stað þá missi allir lögreglumenn trúleika.

Finnst líka að lögreglan eigi alls ekki að vera að rannsaka svona mál sjálf og ekki heldur önnur lögreglu embætti. Það eru allt of mikil tengsl á milli manna í lögreglunni hér. Menn hafa unnið hér og þar og þekkjast. Það þarf algjörlega utanaðkomandi aðila sem er ekki með tengsl inn í lögregluna á þennan hátt. 


mbl.is Lögregla fer yfir atvik í 10/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já hef lesið um þetta, þetta var magnað.  Sá líka þýsku myndina(man ekkert hvað hún heitir) sem var byggð á þessum rannsóknum.  Það væri nú gaman að prófa þetta aftur, sjá hvort það gæti verið einhverjir þættir sem ýttu undir þessar hegðanir.

Held ef þú réttir mönum lykla og vasaljós fyllast þeir´pínu valdafíkn.  Sbr. stöðumæla-, hús-, gæslu- og fangaverðir.  Furðulegt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.5.2008 kl. 16:12

2 identicon

Sæll vertu...

Spurning hvort þú kynnir þér aðeins inntökuskilyrðin í lögregluna frekar og þau próf sem ganga þarf í gegnum (http://www.logreglan.is/upload/files/Handb%F3k%20valnefndar(1).pdf). Bara svo þú sért nú ekki að vaða enn frekar í villu hér á bloggsíðum veraldarvefsins.

Með kveðju....

J. (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 17:10

3 identicon

Getur kannski þá helst lagt áherslu á kafla þrjú og fimm hafðirðu ekki áhuga á að lesa allan bæklinginn.

J. (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Skaz

Ahh þetta er nýtt var ekki í síðustu valbók og ekki þegar félagi minn fór í prófið fyrir 2-3 árum. Annar félagi minn sagði mér frá prófi sem ekki er komið í notkun og er ennþá verið að staðla. Spurning hvort sé verið að staðla NEO ennþá?

En allavega þá skal ég þá standa hér leiðréttur.

Skaz, 27.5.2008 kl. 17:25

5 identicon

Nanna Katrín skrifar: "Það væri nú gaman að prófa þetta aftur, sjá hvort það gæti verið einhverjir þættir sem ýttu undir þessar hegðanir."

Já, þessir þættir kallast mannlegt eðli.

Maynard (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 18:12

6 identicon

Þetta er hárrétt athugað hjá þer, að skoða fangar og verðir tilraunina í þessu samhengi.  Vandinn er sá, að ef yfirstjórn hefur ekki aga á þeim sem framfylgja valdinu á borgurum / föngum etc, til dæmis með að brýna á því annað slagið að borgarar séu þeir sem lögreglan þjónar, þá fer allt til fjandans.

Þessi maður verður að axla ábyrgð á þessu rugli, og svo verður að breyta viðhorfinu innan lögreglunnar, borgarar eru ekki óvinir, ekki þrælar. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband