Bíddu, bíddu aðeins...

Þessi afsökun Geirs stenst ekki því að önnur lönd vildu ekki lána okkur fyrr en að IMF væri komið í leikinn og núna stendur á IMF vegna þess að þeir vilja lán frá öðrum löndum?

Eru afsakanir forsætisráðherra ekki komnar í hring? Og þetta um að neita að tala um skilyrðin vegna trúnaðar er hreinasta lygi. IMF hefur sjálft sagt að þeirra vegna sé engin trúnaður, ríkið megi alveg greina frá þessum skilyrðum.

Vá, hvernig útskýrir maður það fyrir erlendum vinum og kunningjum að maður búi í lýðræðisríki eins og þeir þegar þeir horfa upp á farsa eins og þennan? Og ráðherrar og embættismenn neita að víkja sæti þegar almenningur krefst þess, það er óheyrt í nágrannalöndum okkar. Reyndar bara óheyrt í öðru en einræðis- og harðstjórnarríkjum.

Ef að IMF lánið kemur út sem kúgun eða við verðum að hætta við það út af því, þá er komið nóg og þá verður að fjarlæga núverandi ráðamenn með valdi ef þörf krefur. Ég efast um að ég er sá eini sem er farinn að álíta sem svo að heygaflar, kyndlar, tjara og fiður sé farið að líta út sem vænlegasta lausnin. Því enn sem komið er hefur þessi ríkisstjórn ekkert gert nema sagst vera að skoða eða vinna í málinu. Heill mánuður er liðinn frá hruni bankanna og vitað var um stefnu bankanna í MARS. 

Mér sýnist með hverjum degi að núverandi ríkisstjórn sé ekki partur af lausninni heldur vandanum.


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Þú ert einfaldur þykir mér

Guðmundur Jóhannsson, 6.11.2008 kl. 21:36

2 identicon

Gudmundur Jóhannsson skrivar:

"Þú ert einfaldur þykir mér" 

Getur thú rökstutt mál thitt Gudmundur Jóhannsson? 

Skaz, holan dýpkar med hverjum deginum sem lídur. 

Goggi Gúanó (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Hvað er þetta?    Ef að IMF lánið kemur út sem kúgun eða við verðum að hætta við það út af því, þá er komið nóg og þá verður að fjarlæga núverandi ráðamenn með valdi ef þörf krefur. Ég efast um að ég er sá eini sem er farinn að álíta sem svo að heygaflar, kyndlar, tjara og fiður sé farið að líta út sem vænlegasta lausnin. Því enn sem komið er hefur þessi ríkisstjórn ekkert gert nema sagst vera að skoða eða vinna í málinu.

Guðmundur Jóhannsson, 8.11.2008 kl. 02:00

4 Smámynd: Skaz

Guðmundur minn, hvað er einfalt við þetta annað en það að ég ásamt fleirum íbúum landsins er orðinn frekar langþreyttur á aðgerðarleysi eða a.m.k. sýnilegu aðgerðarleysi og mjög lélegu upplýsingaflæði hjá þessari ríkisstjórn.

Það að ekkert gerist nema að fólk borgi skuldir sem hækka og hækka vegna þessa ástands sökum gengis og verðbólgu gengur ekki til lengdar. Þú sem embættismaður átt að vita það. Það er ekki hægt að kreista blóð úr steini endalaust. Það á ekki að vera hægt í fyrsta lagi.

Þessi bankakreppa er að lenda á þeim sem síst mega við því. Og hvernig sem málið virðist ætla að þróast þá virðist það ljóst með hverjum degi að við sem ekki berum ábyrgð á þenslu bankanna munum borga fyrir hana.

Er það einfaldleiki að sjá það að ríkið í höndum núverandi aðila hefur brugðist á alla vegu? Og er það ekki heilbrigt að þeir aðilar fari þá frá eftir að hafa viðurkennt gjörðir sínar? Það gengur ekki að gera landið og almenning nær gjaldþrota og fá svo að halda áfram að stjórna. Efast um að það gengi upp í einkafyrirtæki og menn hafa verið reknir fyrir það í bæja- og sveitapólitíkinni.

Afhverju á að vera annar staðall á Alþingi?

Skaz, 10.11.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband