Það mætti halda að...

Að kosningar geri pólitíkusa að froðufellandi, heilalausum villidýrum af þessum orðum Ingibjargar og fleiri aðila á þinginu í dag.

Að þingmenn geti ekki sinnt starfi sínu vitandi af kosningum. Að ráðherrar hverfi úr ráðuneytum út á götur til að lofa öllu og kyssa smábörn. Að þetta fólk geti bara hugsað um eitt í einu?

Og að þetta sé ósanngjarnar aðgerðir...

 

Er þetta lið ekki að muna eftir því að á þeirra vakt hrundi fjármálakerfi landsins? Sem annar stjórnarflokkurinn sá um að byggja upp og ætlar núna að endurbyggja?

Verðum við þá aftur í sömu sporum næst eftir að bankarnir verða einkavinavæddir?

 

Ef að þessir þingmenn sjá sér ekki fært að vinna vinnuna sína og taka ábyrgð á gjörðum sínum og félaga sinna og undirmanna þá held ég að þau ættu bara að hætta þessu og sleppa því að bjóða sig aftur fram.


mbl.is Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband