Hvað er í gangi hjá þeim?

Það er allt í lagi að mótmæla á meðan þau eru ekki óþægileg eða hávær?!?!

Hverju heldur Árni að sé verið að mótmæla? 

 

Það er eitthvað fáránlegt í gangi fyrst kemur Ingibjörg og segir í andlitið á fólki að það sé ekki þjóðin, svo kemur Geir og segir að hann telji sig ekki bera neina persónulega ábyrgð og núna Árni að biðja fólk um að hafa ekki hátt?!?!?!

Hroki? Eru þeir aktíft að reyna að minnka fylgið hjá sér?  Æi þetta er orðið farsi aldarinnar sem er bara rétt að byrja...

Engin furða að flestir jafnaldrar mínir eru að fara eða farnir af landi brott.


mbl.is Þarf að stilla mótmælum í hóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aliber

Skaz, hann talaði ekki um "óþægileg eða hávær". Hann talaði um "skemmdarverk og ofbeldi". Held að hann geri sér grein fyrir þvi af hverju verið er að mótmæla hann er bara að leggja áherslu á að það sé ekki verið að skemma eigur eða beita ofbeldi, eins og þróunin bendir til.

p.s. ég er ekki sjálfstæðismaður og kaus hvorugan stjórnarflokkinn síðast, vill bara til að ég er sammála Árna um að það eigi ekki að beita skemmdarverkum í mótmælum, þó ég sé ósammála honum um margt annað.

Aliber, 2.12.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Skaz

Þegar ríkisstjórnarflokkur sem er búinn að sitja við stjórnvölinn í 17 ár neitar nokkurri ábyrgð á ástandi sem allir eru sammála um að hafi gerst a.m.k. vegna einkavæðingar bankanna og mögulega vegna aðgerðarleysis. Harðneitar að viðurkenna nokkura ábyrgð eða fara frá völdum þrátt fyrir yfirgnæfandi ósættisraddir meðal almennings og líklega fjölmennustu og róttækustu mótmæli þessarar þjóðar í áratugi.

Já, þá kalla ég svona frávísun á mótmælum sem réttindi sem fólk má neita en ríkið þurfi ekkert að taka mark á alveg fáránleg og að hann sé að biðja fólk um að vera stillt, hljóðlátt og þægilegt með mótmælin svo að hann þurfi ekki að erfiða við að hunsa þau.

Skaz, 2.12.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta stefnir allt í eina átt, sem við höfum bæði lesið um í bókmenntum og horft á í kvikmyndum:

http://www.youtube.com/watch?v=wXlUO9yDWzI

Þór Jóhannesson, 2.12.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband