Og ætlum við að gleypa við þessu?

Þetta er enn eitt dæmið um það að þetta fólk hefur ekkert álit á almenningi. Krafan er ríkisstjórnin frá og kosningar strax! En þá er brugðið á það ráð að reyna að kaupa tíma til þess að láta allt blása yfir.

Það þarf enginn að segja mér hver niðurstaðan verður, Flokkurinn vill halda völdum til þess þarf hann að kaupa tíma. Ég get lofað ykkur að þegar búið verður að tilkynna um þessa frestun verður ekki minnst einu orði á kosningar. Vegna þess að Sjálfstæðismenn vilja ekki kosningar. Þeir halda að þeir geti mögulega róað fólk svona. Og svo þegar kemur að því að boða til kosninga þá verður ástandið aftur orðið svo "viðkvæmt" eða rólegt og fólk aftur komið í þrælsandann.

Það er verið að reyna að fara með okkur eins og fífl. Ég vil kosningar eftir 45 daga frá deginum í DAG. Ekki frá einhverjum tímapunkti sem hentar stjórnmálaflokkunum sem nógu mikinn skaða hafa valdið nú þegar með hagsmunapoti sér í hag en þjóðinni í óhag. Þetta er ekkert nema tilraun til þess að hrifsa lýðræðið sem fólk er að uppgötva nú í fyrsta skipti fyrir alvöru frá því áður en það venst því.

Burt með ríkisstjórnina og kosningar strax.


mbl.is Miðstjórnarfundur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú vilt semsagt ekki fara að lögum um kosningar bara vegna þess að það hentar þér ekki - bara kosningar núna - helst í dag - gott að þú skulir ekki ráða.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:23

2 identicon

Já, á semsagt að brjóta landslög fyrir þína hagsmuni ?  Reglur eru reglur, og eftir þeim verður farið!

Freyr (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Skaz

Hver er að tala um að brjóta landslög? Ég segi það þarna í textanum snillingar sem þykist geta lesið að ég vil kosningarnar og það eftir 45 daga eins og STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS gerir ráð fyrir að sé sá tími sem má líða án langtíma ríkisstjórnar? En stjórnin verður að fara strax frá, það er krafa almennings ekki bara mín.

Vitið um hvaða  lög þið eruð að tala annars? og hvaða lög og hvaða reglur eru ofar Stjórnarskránni spyr ég ykkur?

Feginn er ég að þið skulið ekki ráða ef þið vitið um slíkt lög og reglur...

Skaz, 23.1.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband