Þannig að Davíð og Geir áttu að fara frá?

Ok, vægast sagt áhugaverð tímasetning með þessa skýrslu, Geir er að hætta og ljóst að ólíklegt að Davíð fari að bjóða sig fram í þessum kosningum nú þegar hann er horfinn úr Seðlabankanum.

Þessi skýrsla er svolítið eins og hún sé hönnuð til að sætta sig við orðinn hlut og kasta mönnum sem hvort eð er eru hættir eða að hætta. Vissulega er hún nokkuð nákvæm um að menn hafi brugðist en gleymir því að stefna floksins síðustu 20 ár var samin af þessum sömu mönnum  sem brugðust. Hvernig stefnan lifir af mistök og afglöp skapara sinna skil ég nú ekki alveg. 

Og annað er að þessi skýrsla er ekki í samræmi við fullyrðingar og staðhæfingar þingmanna og embættismanna úr Sjálfstæðisflokknum sem hafa varið gjörðir sínar og sagt þær í fullu samræmi við stefnuna. Davíð átti skv. mönnum að hafa verið óskeikull og heilagur í SÍ, það er annað en þessi skýrsla gefur í skyn...

Virkar og lyktar afar mikið eins og að þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn að fjarlægjast fyrrum stjórnendur sína í kosninga pólitík, hvort alvara sé með þessari skýrslu og nöfn  þeirra manna sem brugðust flokknum verði nefnd í henni, er það sem skiptir mál. Ef einstaklingar verða tilgreindir er möguleiki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná samúð sinna kjósenda. Annars þá sitja margir eflaust heima þann 15. apríl...


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband