Mörður Árna hjá Sjálfstæðisflokki?

Hélt að ég væri að verða klikkaður þegar ég las þessa grein, að einhver sjálfstæðisgutti hefði verið að grobba sig af því að sjálfstæðismenn væru á 4. stigi málþófs og að félagar hans hefðu mótmælt því.

Las svo nafn þingmannsins aftur og sá þá að þetta var bara klúður hjá mbl.is, Mörður Árna verður seint kallaður sjalli. 

Mér finnst það merkilegt að Sjálfstæðismenn kalla eftir einhverju fyrir heimilin og fyrirtæki en halda svo áfram statt og stöðugt að gjamma og tala út í eitt á þinginu, tefjandi fyrir að mál séu afgreidd og að hægt sé að fara í þau næstu. Ef það hefði einhvern tímann verið rétt fyrir stjórnmálaflokk að sitja út í horni og halda kjafti þá er það núna eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hraktist í stjórnarandstöðu eftir hvellinn mikla eftir 18 ára valdatíð. 

Persónulega vil ég að þeir fái hörmulega útreið í kosningunum núna og að frumvarpið um stjórnlagaþing verði samþykkt svo að hægt verði að koma að kerfi sem annað hvort heftir þetta flokksræði okkar mikið eða kannski bara þurrkar það út. Það er alveg tími til kominn að gera töluvert róttækari breytingar en þessir flokkar verða nokkurn tímann til að gera ótilneyddir.


mbl.is Fjórða stigs málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú alveg ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að eyða miklum peningum frá fólkinu í landinu í þessa helvítis vitleysu!

Þór (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband