Vonandi hafa þau vit á að halda a.m.k öðrum utanþingsráðherranum

Þetta er nefnilega einföld spurning fyrir þjóðina:

Viljum við fagfólk sem ráðherra eða viljum við pólitíkusa í þessi embætti?

Viljum við fólk sem er menntað í og hefur unnið við sitt fag, veit hvað og hvernig hlutirnir virka innan þessa sérfags?

 Eða viljum við fólk sem hefur unnið að því að vera duglegt og þægt flokksfólk og hlýtt þeim öflum sem þar eru og aflað flokkinum kannski tekna með fjáröflun?

 

Í alvöru? þegar við erum loksins komin með fólk í þessi embætti sem skilur hvað er í gangi, getur talað við og skilið sitt fólk í ráðuneytinu á fagmálinu sem þar er viðhaft, í stað þess að láta mata allt ofan í sig getur tekið af skarið og sett fram leiðir úr þessu og stefnur án þess að þurfa að láta túlka fyrir sig af sérfræðingunum. Til hvers að losa sig við þetta fólk?

Sérstaklega fyrir fólk sem er næstum sama um hvaða ráðherraembætti það fær svo lengi sem að það komist í valdastöðu og hátt launað starf. Fólk sem margt hvert veit ekkert um þann málaflokk því er svo fengið til umráða. Er það gáfuleg og sanngjörn stjórnsýsla?

Burt með Alþingismenn úr embættum öðrum en Forsætisráðuneytinu. Ég held að það ætti að vera grundvallarkrafa almennings eftir þetta meiriháttarklúður amatöranna að hæft fólk sem vinnur vinnuna sína af þekkingu en ekki græðgi sé sett í þessi embætti.


mbl.is Ráðherrakapall lagður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er gjörsamlega óþolandi að pólitíkin haldi áfram eins og ekkert hafi í skorizt.  Bitlingar flokksmanna og barátta um að koma sér að kjötkötlunum og ekkert annað!  Það má nefna að Gylfi Magnússon er yfirlýstur samfylkingarmaður og var skipan hans sem óflokksháðs ráðherra blekking ein..

Sigurjón, 10.5.2009 kl. 03:38

2 Smámynd: Skaz

Gylfi er þó a.m.k. í ráðuneyti þar sem að sérþekking hans og menntun er að nýtast vel....

Ég veit ekkert um hans flokkstengsl en mér finnst þó alveg skiljanlegt að Samfylkingar Forsætiráðherra skipi mann með svipuð sjónarmið í embættið.

Það væri varla gott að vera með yfirlýstan Sjalla eða Framara þarna sem ynni gegn stefnu ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti?

 Hann er líka ekki skipaður sem óflokksháður, heldur utanþingsráðherra.

Skaz, 11.5.2009 kl. 03:46

3 Smámynd: Sigurjón

Jamm.  Ég kalla það blekkingu.  Í raun væri sniðugra að skipa ráðherra í öðrum flokki, þar sem þá kæmu ólík sjónarmið fram í stjórnsýzlunni.  T.d. að hafa þá Sjalla sem viðskiptaráðherra, Frammara sem sjávarútvegs- og landbúnaðar og svo mætti áfram telja.

Ég fer hins vegar ekki af þeirri skoðun minni að ráðherra eigi að skipa eftir reynzlu í viðkomandi grein og að skipan þeirra farir fyrir Alþingi þar sem 2/3 hlutar þingmanna þurfi að samþykkja viðkomandi.

Sigurjón, 11.5.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband