Jón, eigum við ekki að láta á það reyna fyrst?

Ég tek ekki mark á svona kvarti frá manni sem aldrei mun styðja inngöngu Íslands í ESB jafnvel þó svo að við fengjum borgað fyrir að ganga þar inn marga þúsundir milljarða í hönd.

Þessi maður mun aldrei tala jákvætt fyrir samningum, inngöngu eða neinu sem hróflar við hans lénsdæmi sem landbúnaðurinn er. Enginn samningur mun verða nægilega góður fyrir hann. 

 

Og svo held ég að hann ætti nú líka að þegja, leyfa mönnum að semja um þetta og ekki vera að auglýsa slæma stöðu okkar...

Og svo að hætta þessari forsjárhyggju sem hann virðist á mörkum að aðhyllast með andstöðu við viðræður við ESB. 

Þjóðin á að ráða, og mun gera það þegar hún veit loks svart á hvítu hvað aðild þýðir. Ekki Jón Bjarnason. Sama hvað honum finnst um það.


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband