Tilgangslaus göng nema eitthvað komi á Húsavík...

Og þetta vita allir sem búa hér á þessu svæði. Víkurskarðið er alveg að anna umferð nema um alveg hávetur þegar það og margir aðrir vegir eins og Öxnadalsheiðin lokast. Sem segir manni að þetta er ekkert voðalegur farartálmi...

Og það er ekki beint hægt að réttláta þessi göng vegna mikillar umferðar, vissulega væri ágætt að fá þessi göng til þess að stytta vegalendina, en þau eru ekki nauðsynleg, a.m.k ekki fyrr en líkur eru á því að umferð þarna austur byrji að aukast og mikilvægt sé að allt sé opið ársins hring.

Og það gerist ekki nema að EINHVERJAR framkvæmdir og iðnaður eða vinna komi á Bakka á Húsavík.


mbl.is Samkomulag um Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru Héðinsfjarðargöng eitthvað mikilvægari? Það er endalaust hægt að koma með einhverja röksemdir fyrir því að þetta eða hitt sé betra eða mikilvægara en eitthvað annað. En Víkurskarðið er ekki skemmtileg ferðaleið á veturna og það vita best þeir sem hafa búið eða búa austan við heiði. Löngu kominn tími á göng þarna í gegn miklu frekar heldur en t.d nýtt háskólasjúkrahús þegar endalaust er verið að skera niður í heilbrigðiskerfinu!

Sigrún (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 13:15

2 identicon

Ég skil ekki alveg hvaða rosalega aukni tilgangur fyrir Vaðlaheiðargöng verður til við það að farið verði í stóriðjuframkvæmdir á Húsavík. Umferð tengd þeim framkvæmdum og svo vegna rekstursins á mögulegum iðnaði þar í framtíðinni verður aldrei nema brot af heildarnotkuninni á göngunum. Í dag er þegar til staðar 3000 manna samfélag austan Vaðlaheiðar sem notfærir sér ýmsa þjónustu á Akureyri s.s. sjúkrahús, innanlandsflug, háskóla, framhaldsskóla, verslun og opinbera þjónustu af ýmsu tagi. Þetta fólk hefði mikið gagn af styttri og öruggari leið (Víkurskarðið er ekki stafrænt, s.s. annaðhvort 0 eða 1, opið eða lokað, það getur verið farartálmi að vetrarlagi þó að það sé ekki beinlínis ófært). Þar til viðbótar eru margir vinsælustu (og vannýttustu) ferðamannastaðir landsins austan megin við Vaðlaheiðina sem hefðu mikið gagn af styttri leið til Akureyrar.

Þörfin er mikil nú þegar og alger óþarfi að hnýta mögulega stóriðju eða "eitthvað annað" á Húsavík við dæmið, það kemur því bara ekkert við.

Reynir (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband