And you're outta here!

Jæja....ef þetta eru ekki ríkar ástæður til að setja hann af. En ef hann fer þá verður Davíð á völtum stóli, þetta eru afglöp í starfi. Það verður að sýna að sérstaklega þegar ástandið er svona slæmt að afglöp, mistök og svo að gangast ekki við þeim....það verður ekki þolað.

Þetta eru hörð viðbrögð en núna eru harðir tímar.


mbl.is „Sagði honum að við stæðum við yfirlýsingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í skjóli næturs...

Þá er þetta búið loksins, bara minni bankar og sparisjóðir eftir en allir stóru viðskiptabankarnir komnir í hendur FME. Og bankakerfið á Íslandi fært áratugi aftur í þróun...

Áhugavert hvernig þetta er alltaf gert á næturnar, líklega minnsta truflunin á markaðnum og allir minna stressaðir yfir líðandi stund.

 

Hvað gerist núna?


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegt...

Næstu mánaðamót verða erfið og mjög þung...hjá öllum.
mbl.is Ekki hægt að halda gengi föstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Computer says no

Það er eðlilegt að þetta komi sem sjokk fyrir bretana, enda miklar upphæðir hér um að ræða. Og þeir sáu ekki Davíð útskýra "masterplanið" í Kastljósinu í gær.

Held að endanleg niðurstaða verði einhver skipting á ábyrgð. Mikið af þessum innistæðum er sagður hafa verið í sjóðum eins og Sjóð 9 hjá Glitni og tryggingasjóðurinn okkar tryggir ekki svoleiðis...bara að útskýra það fyrir bretunum í stað þess að segja bara "computer says no"


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tchyo za galima?

Jahérna, rússneski björninn bara til bjargar, þetta er óvænt ánægja...Spasibo dobry komrad, spasibo!

Gömlu kommarnir hljóta að vera alveg hoppandi af kæti núna, veit að langafi minn hefði verið mjög mjög kátur í það minnsta. Og hinir gaurarnir....vá sjokkið ímyndið ykkur sjokkið.


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með heygafla og kyndla á Austurvöll, strax!

Að minnsta kosti sýnist manni það vera eina leiðin núna. Forsætisráðherra virðist ekki vita, geta eða vilja segja mönnum í hverju vandinn er nákvæmlega fólginn. Og þetta er haft eftir aðilum sem eru að reyna að vinna með honum að lausn....

 

Ef svo er þá skal hann settur af og einhver með samskiptagetu settur í hans sæti í staðinn.

Ég vil ekki heyra neitt kjaftæði um að hann þurfi að gæta orða sinna. Það er hægt að segja margt traustvekjandi án þess að gefa upp smáatriði. Það er ekki traustvekjandi þegar maðurinn segir aftur og aftur "ég veit ekki, sjáum hvað kemur í ljós." Í öðrum löndum væri búið að krefjast afsagnar hans fyrir mörgum dögum síðan...

Ég skil fólk vel að það sé óöruggt um framtíðina, enda engu að treysta núna. 


mbl.is Skýrist á næstu klukkustundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki allt í fínum farveg í gær?

Það virtist allavega vera skoðun hans í gær...ætli eitthvað hafi ekki gengið upp í því að gera ekkert? A.m.k. virðist hann aftur vera að ræða við Lífeyrissjóðina eftir að hafa sagt að bankarnir myndu leysa þetta með sölu erlenda eigna í gærkvöldi.

Voðalega er hann óákveðinn...


mbl.is Geir: Staðan mjög alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Geir, andrými sagðirðu?

Mér sýnist sem svo að markaðurinn hafi einfaldlega ekki verið sammála hæstvirtum Forsætisráðherra um að spennu hafi verið létt eftir fundi helgarinnar...ótrúlegt að svoleiðis geti gert, Geir hlýtur að vera mjög hissa á þessari óþekkt og ósvífni í fólki...

En já enginn aðgerðarpakki nauðsynlegur þýddi greinilega að annað hvort voru Lífeyrissjóðirnir með skilyrði sem Geir eða brúðumeistarinn Davíð gat ekki lifað með, s.s. ESB aðildaviðræður, skipti á Seðlabanka áhöfn eða álíka, eða að einfaldlega enginn vildi vinna með honum. Það gæti líka verið að hann hafi í alvöru metið aðstæður svona hrikalega rangar að hann gæti slappað af og gert minna sjálfur og látið bankana bara um vinnuna.

Finnst nú líklegast að enginn hafi getað sætt sig við skilyrði Geirs nema þeir nauðbeygðu s.s. bankarnir.

Langar að sjá eitthvað frá Samfylkingunni gerast í dag, stjórnarslit eða túlkun eða jafnvel útskýring á gjörðum Geirs. Eða aðgerðarpakka?


mbl.is Lokað fyrir viðskipti með bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Og aðgerðirnar verða eftirfarandi...engar"....ha?!?!

Til hvers voru þessir fundir þá? Voru þeir að hlæja að fréttamönnum sem biðu úti í kuldanum til að færa þjóðinni skilaboðin sem áttu stappa stálinu í okkur? Var Geir bara að svona pirraður að hann varð að fífla okkur öll?Maðurinn virðist vera einn allsherjar asni! Fundar með nánast öllum forsvarsmönnum atvinnustétta landsins ASÍ, SA, jafnvel formanni Kennarasambandsins!?!?!?! og segir svo að spennunni sé létt!Ég spyr nú bara eins og asni: Hvaða spennu var um að ræða og hvernig var henni létt? Stóðuð þið allir í hring og....Átti þetta ekki að vera erlendur vandi sem rekið hafði á Íslandsstrendur sem við hefðum takmörkuð ráð að berjast við? Hvernig stendur þá á því að núna er allt í himnalagi eftir nokkra fundi og engar aðgerðir?Hvernig þessir menn leysa vanda er erfitt að sjá. Mig grunar samt sterklega að hér sé eftirfarandi plan í gangi:

 

  1. Bankarnir minnka skuldir og stærð sína með sölu á eignum.
  2. Seðlabanki og Ríkið geta ábyrgst þessa minni banka.
  3. Ef bankarnir lenda í veseni ala Glitnir þá getur Ríkið þjóðnýtt þá á sama hátt.
  4. Davíð og Geir geta þá selt þessa nýkeyptu banka þeim kaupendum sem þóknast sér og flokknum.
Mig langar svolítið til þess að æla þegar ég hugsa þetta svona. Hvernig þessir menn eru búnir að gera þetta land að leikvelli fyrir sig og sína vini og við borgum. Vonandi að fólk fari að skipta um flokka sem það kýs oftar. 16 ár í meirihluta er ekki heilbrigt fyrir stjórnmálaflokk, menn verða og öruggir með sig í embætti og misnota stöðu sína.
 
Ættum að innleiða takmörk á kjörtímabil Ráðherra. Sami hugsanaháttur of lengi leiðir bara til stöðnunar. 

 


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra eða ritari hans?

Hvort er Geir? Ég gat ekki séð hvort hann væri á þessum fréttafundi...virðist ekkert vita né ekkert geta gert og ekkert koma við...
mbl.is Æskilegt að framlengja kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband