Færsluflokkur: Bloggar
2.10.2008 | 22:17
Hvað þarf eiginlega til að...
Geir H. Haarde sjái að fólk er verulega ósátt og myndi sætta sig við það ef hann a.m.k. segði frá því hvað hann ætlar sér að gera. Hann á að vera leiðtogi ríkisstjórnar heillar þjóðar en virkar í stað þess sem formaður nemendafélags sem engu ræður. Hvað þarf til þess að hann sjái að sér að það þarf að tjá sig við fólkið í landinu. Fólk lifir ekki á loforðum um aðgerðir einum saman. Það þarf svo að framkvæma þessar aðgerðir. Ég er mest hræddur um að til óeirða komi áður en Geir skilji það.
Hrikalega var hann lúffulegur eitthvað eftir allar skammirnar og það frá stjórnarandstöðunni í viðtalinu hjá RÚV.
Glitnisaðgerð ekki endapunktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 20:15
Hreykir sér af húsvarðarstörfunum
Mér datt það í hug allt í einu núna þegar ég hlustaði á Geir að hann hagar sér eins og hann sé húsvörður. Vandamál sem steðja að eru ekkert honum að kenna og hann reynir bara að hreinsa upp ósómann eftir á. Og þegar eitthvað gott gerist þá er það fyrirtækinu sem heild að þakka þ.á.m. honum.
Annars sagði hann ekkert nýtt, bla bla, sterkur grunnur, bla bla bla, verðbólga, standa af okkur. Bleh hann ætlar ekkert að gera nema horfa á heimili og fyrirtæki hrapa og brenna. Og hreinsa náttúrulega ósómann upp þegar allt er afstaðið.
ég hef talað!
Miklir erfiðleikar blasa við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 18:22
Jæja
Er kreppan komin núna Geir?
Æi ég veit ekki hvað maður á að segja annað en það að núverandi ráðamenn og stefna þeirra virðist vera að stefna algjörlega í skipsbrot. Ónothæfur gjaldeyrir, efnahagur sem er stærri en ríkið ræður við og stjórnmálamenn sem skipa sér í störf sem betur eru ætluð fagmönnum. Dýralæknir sem fjármálaráðherra? Lögfræðingur í Seðlabankastjórastöðu? Hvað í ósköpunum erum við að hugsa að halda að þessir menn geti komið með eitthvað annað en "bíðum og sjáum til".
Þessir menn stjórna engu nema skrifræðinu hér á landi, við erum eins og lítill koppur í kjölfarinu á stóru skipunum sem eru að sigla hér um sbr. BNA og ESB.
Held að við getum alveg eins látið gaurana í Brussel ráða þessu frekar en þessa gjörspillta vinaklúbb sem hér hefur verið að njóta sín undanfarið.
Og já skv. Bloomberg greininni er ekki bara sagt að fólk eigi að forðast krónuna næstu framtíð heldur "for a long time"....þannig að er krónan ekki gagnslaus gjaldmiðill fyrir viðskiptalífið og allt heila klabbið?
ESB here we come. Og núna höfum við ekkert sigrúm til samninga.
Gjaldeyriskreppa á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2008 | 14:02
Fjölmiðlar
Götulýsing löguð við Einholt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 10:21
Geir, er þetta kreppa?
Ja, enginn virðist vita það nema hann og hingað til hefur hann viljað meina að hér sé einungis verðbólga en engin kreppa, enda er það miklu neikvæðara...
Veit ekki hvort þetta eru góðar fréttir eða ekki, Varla hefði Glitnir gengið að þessu nema þeir hefðu viljað það eða komist undan því. Kannski undirstrikar þetta það að leynifundir og nú reyklaus bakherbergi ráða ennþá öllu um pólitík og fjármál hér á landi. Það fara fáir menn með mikil völd hér á landi. Menn eru ekki jafnir við fæðingu og sést það til að mynda með skipun dómara, aðstoðarmanna og embættismanna. Sumar fjölskyldur virðast alltaf komast að einhversstaðar...
En já vona að ríkið sé loksins að átta sig á því að þetta ástand mun ekki bara líða hjá hægt og hljótt og að aðgerða sé virkilega þörf. Geir H. Haarde og félagar þurfa að fara að kyngja frjálslyndishyggju Milton Friedmans og byrja að hafa mun meiri afskipti af efnahagnum á meðan ástandið á fjármálamörkuðum er eins og nú.
P.s.
Þótt að Lárus Welding hafi lækkað launin sín, ætli hann fái jafnmikið sem ríkisstarfsmaður?
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 07:40
Voðalega virkaði hann...
Grár. Það var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég horfði á þetta viðtal. Að þetta væri grár og gamall karl loksins kominn út úr fílabeinsturninum og bara síkvartandi yfir áliti unga fólksins.
Það sem ég skil ekki með allt þetta er hversu mikil andstaða er gagnvart Evrunni hjá þessum gömlu Sjálfstæðismönnum Davíð og Geir. Ekki er Krónan að þjóna hagsmunum þeirra nánustu kjósenda og vinum þeirra? Fyrirtæki og eigendur þeirra vilja yfirleitt stöðugleika, það verður aldrei með gjaldmiðil eins og krónuna sem mun ávallt verða viðkvæm fyrir gengi annarra gjaldmiðla.
Við erum þjóð sem lifir á innflutningi, við flytjum nánast allar okkar nauðsynjavörur inn og gjaldmiðill sem er sífellt að rokka til og frá og getur verið í óeðlilegu gengi líkt og var bæði fyrir og eftir að þessi kreppa skellur á virkar ekki. Fyrirtæki, fjárfestar, bankar, almenningur kýs stöðuleika. Og ef að kostnaðurinn er sá að Davíð Oddson og Geir H. Haarde fá ekki að stjórnast í krónunni (sem ég sé ekki að þeir hafi mikið gert af) þá verður bara að hafa það. Fólkið í landinu er orðið þreytt á þessum rússíbana það vill smávegis hvíld.
Og ég veit að Evran er ekki skyndilausn en því fyrr sem við förum að pæla í þessu máli og hættum að tala um fræðilega hluti og byrjum að tala við ESB þá fyrr vitum við hvernig við stöndum. Eigum við að ganga í ESB? Líklega. Munum við ganga í ESB? Ójá hvort sem okkur líkar það eða ekki þá erum við of lítil nágrannaþjóð ESB til þess að geta staðið utan ESB að eilífu. Nú þegar þá erum við að innleiða ESB reglugerðir hægri og vinstri vegna EES samningsins og höfum ekkert um það að segja nema ,,Takk". Ég held að okkur væri betur komið innan ESB að öskra af öllum lífs og sálarkröftum ,,Vér mótmælum!". En já talandi um ESB aðild og Evruna þá ber þess að geta að Vatíkanið, San Marínó, Mónakó, Mayotte og Saint Pierre & Miquelon, Smáríki líkt og Ísland hafa öll gert samninga við ESB um Evru aðild án ESB aðildar... Þannig ekki segja mér að við getum ekki tekið upp Evruna þannig. Og 6 ríki til viðbótar eru með Evruna sem gjaldmiðil og 2 þeirra eru í samningaviðræðum um Evruna eða að sækja um aðild að ESB.
Af hverju Geir og Davíð vilja engu breyta skil ég ekki. Eru þeir hræddir um að missa stjórnina og völdin eða?
Davíð segir að krónan muni ná sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 12:21
Sambönd
Er í matsalnum núna í skólanum og ég kemst ekki hjá því að sjá öll samböndin á milli fólks. Ég er náttúrulega sit einn við borð eins og fyrri daginn en bara að sitja innan um mikið af fólki er víst æfing er mér sagt. En já það sem ég er að sjá eru hin ýmsu félagslegu tengsl sem eru í gangi hérna, vinir, félagar, kunningjar, kærustupör, rekkjunautar og bekkjafélagar. Þetta er allt hér á ferðinni. Minnir mig alltaf á það að ég er einn, langt síðan ég missti af öllu fólkinu sem ég átti að útskrifast með upphaflega og allir sem voru með mér í bekk í fyrra eru útskrifaðir, bara ég einn og yfirgefinn.
Heh, sé að ein stelpa sem situr ein er að horfa á Family Guy... Það sem ég er að meina í raun er það að ég myndi alveg vilja sitja við hliðina á henni og hlæja með henni, eða bara að sitja við hliðina á einhverjum að tala um eitthvað. Að vísu fer kvíðinn alltaf upp en fjandinn hafi það mér líður illa núna þegar ég er einn og með lítinn kvíða...
Ég er farinn að hætta að þola þessa einangrun sérstaklega eftir að allir fluttu suður og þeir sem urðu eftir eru vinnandi og komnir með fjölskyldur sem sitja fyrir.
Það mesta sem ég geri félagslega er að fara í bíó með bróður mínum af og til...og hann er að fara suður bráðum. Ég er farinn að kvíða fyrir framtíðinni æ meira og þeirri einangrun sem er yfirvofandi hjá mér.
Flest fólk kynnist vinum í gegnum æskuvini og makar þeirra koma úr einum af þessum vinahópum. Þetta er dálítið kalt mat en ég er farinn að sjá fram á það að ég hafi bara engann aðgang að neinum lengur. Var ekki nægilega duglegur við að rækta samböndin og taka þátt í því sem fólk gerði.
Heh, var alltaf svo kvíðinn yfir að þurfa að gera eitthvað sem myndi sína þeim hinn raunverulega mig, eitthvað sem myndi láta mig þurfa að gera eitthvað sem gæti breytt áliti þeirra á mér og þannig fælt alla vini mína í burtu. Þvílík kaldhæðni að það gerðist vegna þess að ég var að reyna að fyrirbyggja það...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2008 | 12:54
Áhugaverð staðhæfing
Það getur vel verið að þetta sé hans tilfinning en ég er alltaf efasamur um svona fullyrðingar í fjölmiðlum. En hann tekur þó fram að það vanti rannsóknir. Það sem mér finnst vanta eru tölur. Hversu margir falla úr námi árlega og hvað er hlutfall þeirra sem eru með þessa "tölvufíkn".
Það er áhugavert að benda á það sem MH strákurinn segir um félagsfælni og fleira að þetta sé flóttaleið fyrir þá sem eru félagsfælnir og kannski þeirra sem eru lagðir í einelti og sé einhverskonar staðgengils félagslíf vegna þessa vandamála. Ef svo er þá myndi ég ekki kalla þetta orsök heldur einkenni á öðrum vandamálum sem þá orsakar brottfall.
Það er mín trú miðað við erlendar rannsóknir að hrein tölvuleikjafíkn sé lítil og ekki stór vandamál.
Tölvufíkn veldur brottfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.9.2008 | 04:20
Varðskip á staðinn STRAX!
Reyndar væri ég nú alveg til í það ef að við ættum fleiri en tvö stk og ef að þau væru aðeins nýlegri.
Skil reyndar ekki í Ríkisstjórninni að nýta sér ekki FMA kerfi BNA og fá nokkur nýleg og aflögð herskip eða strandgæsluskip sem BNA menn eru hættir að nota. Tyrkir, Pakistanir, Grikkir og margar NATO þjóðir hafa nýtt sér þetta kerfi til að fá dót fyrir lítinn sem engan pening.
Sjómenn sneru á sjóræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2008 | 04:15
útúrsnúningur
Ok ég er ekki Palin aðdáandi, þvert á móti held ég að hún sé slæmur kostur. Óreynd og ekki meðvituð um mikið utan Bandaríkin.
EN hún fer þarna með rétt mál. Árás á eitt NATO ríki samsvarar árás á þau öll. Og í þessu er styrkleiki Bandalagsins falin.
Það að segja að hún útiloki ekki stríð við Rússland er útúrsnúningur á þessu atriði. Hún getur ekki sagt að nei hún myndi ekki fara í stríð og brjóta á þessu grundvallaratriði bandalagsins. Það væri bara til að veikja það og líklega angra bandamenn þeirra BNA manna.
Annað um þetta mál vil ég nú lítið segja.
Palin vill ekki útiloka stríð við Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)