Færsluflokkur: Dægurmál

"Viðbrögð" og "aðgerðir" ríkisins til hjálpar heimilunum í landinu.

Þessi aðgerð er ekki nærri því nóg.

  • Í fyrsta lagi þá er einfaldlega verið að gefa fólki lengri tíma til þess að borga skuldir sem eru að hækka algjörlega upp úr öllu vitrænu valdi. Og afhverju ekki 20% strax? Þetta er örvæntingarpakki þar sem að þau vonast til að ástandið lagist nægilega á rúmu ári til að fólk geti farið að borga af þessu á viðráðanlegan hátt.

  • Í öðru lagi þá á verðbólga eftir að éta þetta fyrirkomulag upp. Treystið mér, ástandið verður verra og mun vara lengur en spár ÞEIRRA (allra þessara sem ekki sáu bankahrunið fyrir á meðan allir aðrir sáu það koma) segja nokkurn tímann fyrir um.

  • Í þriðja lagi þá verður viðvarandi atvinnuleysi hérna, jafnvel þó að þessar aðgerðir hjálpi mörgum í einhvern tíma þá mun þetta ekki gera neitt fyrir fólk sem þarf að lifa af atvinnuleysisbótum.

  • Í fjórða lagi þá er það asnalegasta sem ég hef heyrt að Íbúðalánasjóður muni bara leigja fólki sem tapar húsinu til hans. Afhverju er ekki þá bara samið um að leigan sem það greiðir sé partur af láninu? Að endursamið sé um að fólk borgi það sem það ráði við í X langan tíma og það svo endurskoðað? Alveg óþarfi að ríkisstofnun sé að hirða heimilið af fólki.

  • Og í fimmta og síðasta lagi, hvað annað en skattahækkanir eigum við eftir að sjá? Ekki skattalækkanir nú þegar massífur niðurskurður er kominn í hönd hjá ríkinu með tilheyrandi atvinnuleysi. Eftir að ríkið er búið að skera niður allar greiðslukostaðinn þá kemur það að sjálfsögðu með forgangsrétt á að taka af okkur þann pening sem við ætluðum að redda þessum greiðslum með. Sanngjarnt? Með þessu komum við næstum á sama stað og við erum í dag nema auðvitað með hærri verðbólgu. Og fólk ræður ekki við afborganirnar strax í dag!


Þetta lyktar allt af Sjálfstæðisflokknum, flokkur sem ekki veitir neinum nema sínum félögum og vinum nokkurn greiða eða hjálp.
Geir talar um samstöðu og að vinna saman, ég sé enga samstöðu í þessu tilboði hans. Og þetta er tilboð og ekkert annað því að hugmynd Geirs um ríkið er að reka það einsog stórt og valdamikið einkafyrirtæki. Þar sem að maður talar við kúnnana og gantast við þá kannski en í lokin eru þeir alltaf samt bara "kúnnar" en ekki persónur og vinir.

Maðurinn er haldinn mannfyrirlitningu og stórmennskubrjálæði. Sérstaklega í ljósi þess að eftir allt sem hefur dunið yfir á þjóðinni síðastliðnar vikur segist hann ekki sjá NEINA ástæðu til þess að segja af sér.

Ef að Sjálfstæðisflokkurinn verður í ríkisstjórn eftir næstu kosningar ef þá þær verða haldnar á næsta ári, forsendan er auðvitað að Geir víki og boðað verði strax til kosninga ég bíð ekki eftir þeim í tæp 3 ár með Geir & co við stýrið. Ef þetta gengur ekki gegn þá ætla ég ekki að búa á þessu landi meir. Ég er tiltölulega ungur, hálfþrítugur, að klára háskóla og vil búa í landi þar sem er tekið meira mark á vilja almennings frekar en flokkstrúnni og þar sem að ráðamenn koma fram við almenning eins og manneskjur en ekki viðskiptavini. Og þar sem ég get verið sæmilega viss um að hagkerfið rokki ekki upp og niður eins og jójó.

Stundum...

Stundum finnst mér allt vera í lagi. Stundum hugsa ég ekkert um kvíða eða þunglyndi. Stundum er ég bara of upptekinn til þess.

Eins og í vinnunni undanfarið, vinna og svo sofa. allt sem ég geri, þarf ekkert að hugsa. En það er á svona kvöldum sem ég átta mig á því að ég er ekkert búinn að sigrast á kvíðanum og að þunglyndið sé skammt undan. Það er þegar ég er aleinn með hugsunum mínum sem ég átta mig á því að ég er ekkert nema eins og vinnumaur á leiðinni í gegnum lífið. Engin lífsgæði sem kalla getur á andlega mátann þ.e.a.s. Félagslíf í lágmarki, samkipti við vini og kunningja í lágmarki ef nokkur og annað... t.d. áhugamál eru bara, rannsóknir. Ég rannsaka áhugamál í stað þess að stunda þau.

S.s ég hata líf mitt nokkurn veginn. Ég geri ekkert nema að anda og lifi á líkamlegan hátt, andlegt líf er ekki til staðar. Upplifi mig vera að sóa tímanum í ekkert. Líður illa yfir því að vera ekki að eða að kynnast fólki, svo rifja ég upp afhverju ég er ekki að gera þessa hluti, kvíðinn kemur bara við að hugsa um hvað ég þarf að gera til að kynnast fólki.

Heh, kynnast fólki. Langar í svo miklu miklu meira en það. Langar að kynnast vinum, langar að kynnast konum, langar í kærustu, langar í börn, langar að tala við fólk án þess að vera pæla í því hvernig það er að meta það sem ég segi og líka án þess að vera pæla í því hvort ég sé að valda því vonbrigðum.

Hata þetta "líf" vil breyta því, er að reynda það en...erfitt þegar maður kvíðir fyrir öllu.

Er ennþá á Effexor og er alvarlega að pæla í því að biðja geðlækninn um eitthvað annað eða að auka skammtinn talsvert. Og þá meina ég talsvert, því að öll mín afskipti af þessum SSRI og SNRI lyfjum er ekkert nema vonbrigði. Þetta eru nánast vonlaus lyf hvað varðar Félagskvíða (félagsfælni) og virka ekkert sérstaklega vel hvað þunglyndi varðar.

Vil annaðhvort bara vera á Paxal (Xanax, alprazolam) eða Klonopin (rivotril) sem eru benzó-lyf og virka hjá mér allavega eitthvað. Eða að sem að mig grunar því miður að annaðhvort sé ég að sjá í hillingum eða að verði aldrei möguleiki hér á landi, MAOI lyf.

Nardil og Parnate eru alltaf ekkert nema jákvætt skoruð á rannsóknum og almennt hef ég bara heyrt jákvætt af notendum þessara lyfja. Þ.e.a.s. að þau eru að skila verulegum og merkjanlegum árangri. Ólíkt því að ég "haldi" að Effexorið "gæti" verið að virka.

Nardil og Parnate eru því miður háð takmörkunum á mataræði sökum blóðþrýstings aukaverkana. Langar samt að spyrja lækninn um þetta. Vil alls ekki Aurorix krappið sem er almennt í boði hér að mér sýnist á lyfjaskrá. Búinn að lesa nægilegar rannsóknarniðurstöður til að sjá að það er bara plainly ekki að virka.

En já þunglyndis væl búið að breytast í lyfjafyrirlestur!

Best að prófa að blogga og þá um bloggið

Ég var að skoða mig um á mbl.is og sá þar listann sem hægt er að fá yfir vinsælustu bloggin. Minnz er í 334. sæti Blush

En það var ekki það sem vakti athygli mína á þessari síðu heldur aðsóknartölurnar í heild sinni. Og þá sérstaklega tölurnar um gesti per dag. Þessi tala er fyrir vinsælustu bloggin um 2.400 gestir. Sem ég verð að viðurkenna að kom mér á óvart, ekki há tala þarna á ferð. Ég hef verið einn af umsjónarmönnum spjallvefs sem fékk um 5.000 - 7.000 gesti á dag lágmark og þykir ekki sérstaklega stór síða. Þannig að ég hélt að hinir netvæddu Íslendingar ættu að geta náð amk 10.000.

Þetta vakti mig líka upp varðandi það að íslenskir bloggarar eru þrýstihópur. A.m.k er hér hópur sem fær töluverða athygli og umfjöllun á skrifum sínum í fjölmiðlum miðað við fjölda. Og þá er ég að tala um  fréttir sem fjalla um hluti sem hafa farið um bloggheiminn, bloggheimurinn þetta, bloggheimurinn hitt.

Ég skil það að miðill sem býður upp á instant og víðtæka birtingu skuli njóta vinsælda og hafa áhrif en mér finnst samt að +2.400 gestir per dag ekki réttlæta þau áhrif sem manni finnst vera upplifa hérna.

Þetta gæti verið rugl í mér en mér finnst fjölmiðlar þurfa að fara að vara sig á því sem fólk segir hér á netinu, blogginu. Því að það sem einkennir bloggmenninguna í heild sinni er hvað fólk er óhamlað og eðlilegt í skrifum sínum á blogg. Fólk skrifar oftast á síður sínar líkt og það sem það segir við hvert annað á kaffistofum eða einkasamræðum. Bloggmenningin er í það hraðri útbreiðslu hér á landi að fólk hefur ekki haft tíma til þess að venjast því að þetta er fjölmiðill og að aðrir fjölmiðlar lesa þetta og breiða boðskapnum út.

Það sem þetta raus í mér er um er bara það að mér finnst að fólk þurfi að fara mun varlega með skrif sín. Ég er hins vegar algjörlega á móti hverskonar hömlum eða ritskoðun af hálfu stjórnvalda á netinu. Netið er nánast síðasta frjálsa svæðið sem ég get ímyndað mér. Þetta er enginn paradís en ég myndi ekki vilja breyta neinu. Þetta er yndislegt fyrirbæri, get ekki lifað án þess Whistling

Bleh ætla að læra meira fyrir prófið núna á eftir.... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband