Færsluflokkur: Lífstíll
24.8.2008 | 00:42
Einmannaleikinn
Er dulítið einmanna í kvöld. Aðallega vegna þess að ég er einn í húsinu og svo að ég var fyrir nokkrum mánuðum í hópmeðferð við félagskvíða. Og einhverra hluta vegna var ég tilbúinn í kvöld að reyna að fara út á lífið eða gera eitthvað annað en að hanga einn heima. En...já það eru víst flestir ef ekki bara allir vinir mínir (þeir fáu sem ég hef náð að safna um ævina) fluttir suður, eða giftir eða með börn...
Það er dálítið óþægilegt að átta sig á þessu þ.e. hversu einangraður maður er búinn að verða af því að maður gerði aldrei neitt í því að reyna rækta vinskapinn vegna þess að maður vildi ekki vera að ónáða fólk...eða var viss um að menn myndu segja nei við hugmyndum manns.
Líður ekki vel í kvöld.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 01:08
Stundum...
Eins og í vinnunni undanfarið, vinna og svo sofa. allt sem ég geri, þarf ekkert að hugsa. En það er á svona kvöldum sem ég átta mig á því að ég er ekkert búinn að sigrast á kvíðanum og að þunglyndið sé skammt undan. Það er þegar ég er aleinn með hugsunum mínum sem ég átta mig á því að ég er ekkert nema eins og vinnumaur á leiðinni í gegnum lífið. Engin lífsgæði sem kalla getur á andlega mátann þ.e.a.s. Félagslíf í lágmarki, samkipti við vini og kunningja í lágmarki ef nokkur og annað... t.d. áhugamál eru bara, rannsóknir. Ég rannsaka áhugamál í stað þess að stunda þau.
S.s ég hata líf mitt nokkurn veginn. Ég geri ekkert nema að anda og lifi á líkamlegan hátt, andlegt líf er ekki til staðar. Upplifi mig vera að sóa tímanum í ekkert. Líður illa yfir því að vera ekki að eða að kynnast fólki, svo rifja ég upp afhverju ég er ekki að gera þessa hluti, kvíðinn kemur bara við að hugsa um hvað ég þarf að gera til að kynnast fólki.
Heh, kynnast fólki. Langar í svo miklu miklu meira en það. Langar að kynnast vinum, langar að kynnast konum, langar í kærustu, langar í börn, langar að tala við fólk án þess að vera pæla í því hvernig það er að meta það sem ég segi og líka án þess að vera pæla í því hvort ég sé að valda því vonbrigðum.
Hata þetta "líf" vil breyta því, er að reynda það en...erfitt þegar maður kvíðir fyrir öllu.
Er ennþá á Effexor og er alvarlega að pæla í því að biðja geðlækninn um eitthvað annað eða að auka skammtinn talsvert. Og þá meina ég talsvert, því að öll mín afskipti af þessum SSRI og SNRI lyfjum er ekkert nema vonbrigði. Þetta eru nánast vonlaus lyf hvað varðar Félagskvíða (félagsfælni) og virka ekkert sérstaklega vel hvað þunglyndi varðar.
Vil annaðhvort bara vera á Paxal (Xanax, alprazolam) eða Klonopin (rivotril) sem eru benzó-lyf og virka hjá mér allavega eitthvað. Eða að sem að mig grunar því miður að annaðhvort sé ég að sjá í hillingum eða að verði aldrei möguleiki hér á landi, MAOI lyf.
Nardil og Parnate eru alltaf ekkert nema jákvætt skoruð á rannsóknum og almennt hef ég bara heyrt jákvætt af notendum þessara lyfja. Þ.e.a.s. að þau eru að skila verulegum og merkjanlegum árangri. Ólíkt því að ég "haldi" að Effexorið "gæti" verið að virka.
Nardil og Parnate eru því miður háð takmörkunum á mataræði sökum blóðþrýstings aukaverkana. Langar samt að spyrja lækninn um þetta. Vil alls ekki Aurorix krappið sem er almennt í boði hér að mér sýnist á lyfjaskrá. Búinn að lesa nægilegar rannsóknarniðurstöður til að sjá að það er bara plainly ekki að virka.
En já þunglyndis væl búið að breytast í lyfjafyrirlestur!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)