7.4.2010 | 22:56
Embættismenn ósáttir við að vera tuktaðir til
Enda skiljanlegt eftir að hafa verið búnir að draga lappirnar í því að útfæra reglugerð sem að margir sjúklingar bíða eftir að sjálft umsóknareyðublaðið verði samið hvað þá að afgreitt verði eftir nýjum reglum að menn verði argir þegar að ráðherra tuktar þá til.
Maðurinn var gripinn af ráðherra við það að leita til enn einnar stofnunar í von um að finna leið til þess að þurfa ekki að hrinda reglugerð ráðherra í framkvæmd. Mynduð þið sem ráðherra ekki finna til þarfar, löglegrar þarfar að áminna þann mann?
Styð alla sem að reka á eftir embættismönnum, þó að ég verði seint stuðningsmaður VG og síst Álfheiðar. Maður verður að hrósa þeim sem að hrós eiga skilið, og það á Álfheiður skilið.
Ákvörðun Álfheiðar ólíðandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Álfheiður er fædd með silfurskeið í munni. Þegar hún var barn var mikið látið með hana, hún fékk allt sem hún vildi alla tíð. Nú er uppeldið að bitna á kerlingunni, hún frekjast áfram án þess að sjást fyrir, eins og hún hefur gert í gegn um allt lífið. Gleymum ekki að hún komst til valda með ofbeldi. Réðist að eigin vinnustað þinginu og að lögreglustöðinni og hafði uppi ögrandi tilburði og æsti til óláta. Álfheiður er ofbeldisseggur af verstu gerð enda fékk hún útreið í skoðunarkönnun nýlega þegar 95% Íslendinga sem voru spurðir töldu hana Óhæfa.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 01:57
Í öðrum vestrænum lýðsræðisríkjum hefði einstaklingur eins og Álfheiður ekki verið gerður að ráðherra. Tek undir með Ómari.
Jón Óskarsson, 8.4.2010 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.