7.6.2010 | 18:53
Gamla Ísland...
Það hefur ekkert breyst, það þarf greinilega meira en smávægileg ólæti á Austurvelli til þess að Elítan á Íslandi sem að hér hefur mannað öll embætti og þingsæti sjái fram á það að hún megi ekki lengur hegða sér eins og hún vill.
Þetta er skammarblettur á ferli alls þessa fólks að hafa ekki manndóm til þess að reyna að breyta þjóðfélaginu sem að hér er að rotna til hins betri vegar.
Hér hefur ekkert breyst og enginn lært af hruninu, nema fólkið sem að borgar brúsann án þess að fá laun frá ríkinu til þess. S.s. ég og þú erum þau einu sem að þurfum að læra eitthvað af þessu öllu saman og ég tel mig vita hvað það er.
Þetta ástand á stjórnun landsins gengur ekki stundinni lengur.
Ekki tilefni til rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.