Ef ekki sérkjör?

Afhverju hafa bankar og fjármögnunarfyritækin ekki verið að gera þessa samninga við almenning?

Það er ljóst að margir eru bara í tímabundnum vanda oft á tíðum en samt ákveða bankarnir að ganga að húsum og aleigum fólks? Í stað þess að nota þetta úrræði?

Ég meina ef að bankar hafa efni á að fresta tug ef ekki hundruð milljarða skuldum við suma hljóta þeir að hafa efni á að fresta nokkurra milljóna skuldum við almúgann ekki satt?


mbl.is Segja kyrrstöðusamning ekki fela í sér sérkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mætti halda að Guðni Kolbeinsson og þátturinn Íslenskt mál væru komnir á kreik aftur. Nýyrðin fljúga sem aldrei fyrr. Þegar 1000 milljónum var pumpað inn í 365 miðla á sínum tíma, og ekki mátti upplýsa hverjir hefðu sett þá peninga inn, þá var það kallað "Þöglir hluthafar". Enn hefur ekkert verið gefið upp um hverjir þessir "þöglu" hluthafar eru/voru.

 Nú er komið upp nýtt konsept í fræðin, samningar sem Arion banki hefur kosið að  kalla "Kyrrstöðusamningar". Þetta er annað orð yfir að skuldari þarf hvorki að borga af höfuðstól skuldarinnar, né vexti eða verðbætur. Þetta réttlætir Arion að sé hagsmunum bankans fyrir bestu.

Þessi ríkisstjórn tók ekki við góðu búi. Það þekkir annar armur ríkisstjórnarinnar a.m.k. vel, því samfylking var í þeirri ríkisstjórn sem var hrakin frá völdum, og ætti sá flokkur því að vera öllum hnútum kunnugur. Síðan hrunið átti sér stað eru nú að verða liðin tvö ár. Ríkisstjórnin ætti að vera búin að átta sig á hlutunum, grafa upp þau spil sem var búið að koma undir borð, svo kapallinn gangi upp og hægt sé að stokka upp og fara að gefa aftur. "New deal" eins og Roosevelt sagði þegar hann vann USA út úr kreppunni á sínum tíma.

Ég er ekki viss um að svona pukur og leynipúkk sé til þess fallið að rekja upp einhvern kapal sem olli hruninu á Íslandi. Líklega gera þessi vinnubrögð ekkert nema að framlengja þetta ástanda sem er búið að vera hérna síðan haustið 2008.

Vonandi verður þessi stjórn farin frá völdum fyrir áramót. Hún er samansett af miðlungsfólki sem kemur ekki til með að leysa nein vandamál fyrir Íslendinga. Það er útséð um það.

joi (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 13:47

2 identicon

Ég held að þetta sé nú ekki á rökum reist. Kyrrstöðusamningur felur í sér það sama og frysting láns, og sú leið hefur verið í boði fyrir almenning frá upphafi kreppu. Er ég sjálfur með fryst lán.

Frysti ekki Arion banki t.d. helling af húsnæðislánum hjá einstaklingum í fyrra og út þetta ár? Eða er ég að bulla?

Heiðar Þór (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband