9.3.2011 | 23:11
Hvaða fæðuöryggi?
Ég bara spyr, hvernig þykjast bændur sem að reiða sig á fæðubótaefni, eldsneyti og allskonar hluti sem að eru fluttir inn að tryggja nokkurskonar fæðuöryggi ef að innflutningur á matvælum raskast?
Auk þess að búskapur hérlendis myndi líklegast sjá okkur fyrir afar einsleitri fæðu, jafnvel skaðlega svo.
Það er einfaldlega of mikið af matvælum sem að við getum ekki framleitt né tryggt framleiðslu á sem að yrði óröskuð af skorti á varahlutum og skorti á nauðsynjum.
Þannig að fæðuöryggisumræðan er eintómur reykur sem að verið er að blása í augun á fólki og skaðleg ef að almenningur fer að leggja einhverja trú á hana og svo reynir að prófa hana.
Þannig að ég held að þetta fólk þurfi að hugsa aðeins lengra en að sækja eftir hærri styrkjum og reyna að hrekja í burt útlendan hlut sem að það skilur ekki og hefur ekki að það virðist manndóm í að kynna sér.
Ítreka andstöðu við ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bændur hafa kynnt sér ESB-mál á sínu sviði mun betur en þú virðist hafa gert. Og hvað er skaðlega "einsleitt" við bezta fiskmeti, hreinar kjötvörur og íslenzkt grænmeti, jafnvel tómata sem nú er ráðgert að rækta hér í gríðarlegu magni til útflutnings? Me útflutningi okkar öflum við gjaldeyris til þeirra varahluta, vélbúnaðar og eldsneytis sem við þörfnumst, en Icesave-þrælasamningur gæti spillt fyrir því eins og öðru. Svo má minna a, að framtíðin verður æ meira á bandi ummhverfisvænna orkugjafa fyrir bílaflota okkar og skip, eins og vetnis og rafmagns.
Jón Valur Jensson, 9.3.2011 kl. 23:37
Afsakið ásláttarfljótfærni !
Jón Valur Jensson, 9.3.2011 kl. 23:38
Þá er um að gera að ganga í ESB og opna þar með á miklu arðvænlegri útflutningsmarkað fyrir bændur en þeir hafa nú.
Páll (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 23:55
Þeir hafa nú lítið að gera í þá samkeppni. Þeir nota að vísu umframgetu sína til útflutnings þangað nú þegar.
Fullveldisafsal okkar væri óbætanlegur skaði af þeim prangara- eða spákaupmanna-hugsunarhætti að reyna að ganga í þetta ESB til að "fá hagstæðari kjör."
En eins og Helga nokkur spurði á Útvarpi Sögu að morgni 8. marz: "Fyrir hvaða gjaldeyri eigum við að kaupa landbúnaðarvörur?" (þ.e.a.s. allan þennan auka-innflutning sem kæmi með "aðild"). Vita menn ekki, að erlendur gjaldeyrir er dýrkeyptur? Neyzla á innanlandsvörum eykur hins vegar veltu landsmanna sjálfra.
Jón Valur Jensson, 10.3.2011 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.