14.11.2007 | 02:45
12% meðallag?
Er Veðurstofan að segja að 12% ríkisstarfsmanna séu að meðallagi fórnarlömb eineltis?
Finnst það nú vera alveg nóg til þess að þetta vandamál fái almennari umfjöllun. Og strax settur smá spuni á þetta og notast við ,,samskipta örðugleika" til þess að lýsa þessu. skamm skamm hver sem stjórnar þarna...
Og það að þetta sé persónulegt og flókið mál er eitt en það að þolandanum sé vikið launalaust í ársleyfi segir mér að annaðhvort eru stjórnendurnir að bregðast fáránlega við og að vernda einhvern (pólítísk sambönd, vinur vins etc.). Eða að þolandinn hafi verið andlega ónýtur eftir þessa meðferð, og í því tilviki eru þetta líka fáránleg viðbrögð!
Einelti á ekki að líðast, þetta er andlegt ofbeldi og ber keim af svo mörgu sem er yfirleitt fyrsti liðurinn í grófara ofbeldi. Það að einhverjir sem leggi það á sig að gera öðrum lífið leitt komist upp með það er bara til skammar....fjölmiðlaumfjöllun kveikir kannski undir rassinum á stjórnendum ríkisstofnana að taka á þessum málum á RÉTTANN hátt.
Veðurstofan er góður vinnustaður" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.