22.11.2007 | 11:51
Lausn!
Setja skal tímarofa á þá grein er dreifir rafurmagninu til tölvunnar. Fast tengja svo tölvuna við rafmagn svo að ekki sé hægt að færa klónna til.
Hægt er að forrita rofann þannig að hann kveiki svo á sér um fjögurleytið þegar krakkaskammirnar eru búnar að læra og slökkt skal kl. 19 er börnin sitja prúð og borða matinn sinn yfir kvöldfréttunum. Stilla skal svo tímarofann að farið verði í háttinn klukkan átta!
Fasistaforeldrar sameinist!
En á gríns þá er þetta vandamál. Fíkn er vandi sem erfitt er að eiga við en hvort að þetta sé meðfæddur vandi eða lærður vandi er annað mál.
Hvernig maður fyrirbyggir eitthvað þessu slíkt er annað mál. Enda vill maður allt það besta fyrir börnin sín, áhyggjulaus æska án hamla.
Svo er líka allt annað mál hvort að þetta séu bara einkenni á öðrum kvilla. Opppositional defiant disorder eða conduct disorder sem eru vandamál sem ekki er hægt að kenna tölvuleikjunum um.
Skrópa vegna tölvuleikja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hehe Góð hugmynd.
Önnur hugmynd:
Að foreldrar ali upp börnin sín.
Magnús Unnar, 22.11.2007 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.