30.3.2008 | 16:12
kommon!
Hér er á ferðinni dæmdur ritþjófur sem ætti að reka úr HÍ.
Auk þess sem að maðurinn stærir sig af því að vera vinur margra stórmenna í íslenskri pólitík sbr. Wikipedia síðunum hans ensku t.d. þar sem hann hefur víst sett inn þessar myndir allar.
Þessi maður á ekki skilið að vera kallaður baráttumaður fyrir frjálsu samfélagi þar sem að hann hefur ævinlega verið munnstykki Sjálfstæðisflokksins og vina þeirra og hagsmuna.
Ástæðan fyrir erlendum málssóknum á hendur Hannesi tel ég vera það að hann telji sig yfir aðra hafna sökum tengsla sinna og tjái sig því óhamlað og án mannasiða um menn og málefni. Það að þetta er tekið fyrir erlendis er væntanlega vegna tengsla Hannesar við ráðamenn sem skipað hafa mjög í dómarastöður eftir flokksskírteinum og ættatölum.
Þess ber að geta að ég er minna hrifinn af Jóni Ólafssyni og ætla ekki að tjá mig um þann mann af réttmætum ótta við að segja eitthvað sem hann myndi kæra mig fyrir.
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er kaldhæðnislegt að frjálshyggjupostuli Íslands númer 1, sem hefur aldrei unnið annarsstaðar en hjá ríkinu, þurfi sósialiska björgunaraðgerð út úr ógöngum sínum. Var einhverntíman talað um pilsfaldarkapitalista.
Guðlaugur V (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 16:19
Kannski maður afþakki afmælisgjafirnar 1. april og biðji um að andvirðið verði látið renna í söfnunina fyrir Hannes. Nei annars hef aldrei þolað hann né hans skoðanir.
1.aprilgabbið (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:26
Guðlaugur,
sósíalísk björgunaraðferð væri ef ríkið myndi skylda alla íbúa landsins til að styrkja Hannes. Hér er hins vegar á ferð fólk sem upp á sitt eigið frumkvæði stofnar til söfnunar og fólk getur lagt henni lið með frjálsum framlögum. Það er akkúrat í anda frjálshyggjunnar.
Kolbeinn (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:38
Mér finnst nú samt sem áður dálítið kúnstugt að maður eins og Hannes sem predikað hefur frjálshyggju og einstaklingshyggju af miklu afli skuli ekki þá lifa eftir sínum viðhorfum, hann er búinn að vera á ríkisspenanum alla sína vinnuævi að því ég get best séð. Hann hlýtur að vera löngu búinn að fatta það að þessi stefna sem hann vill að fólk taki virki bara ekki. Annars væri hann lifandi fordæmi. Þetta einkennir flesta höfunda og áhrifamenn sem aðhyllast frjálshyggjuna að þeir á endanum "selja sig" í hendur ríkisins og setja fleiri reglur til þess að "verja" frjálshyggjuna sem í raun hamla fólki til þess að taka þátt sem er í raun gegn kenningum þeirra.
Skv. ströngustu skilgreiningu frjálhyggjunnar ætti ríkið ekki að gera neitt nema sjá til þess að grundvallarlögum væri fylgt, lágmarksskattar o.s.frv. Ríkisstofnun svo sem HÍ er því mjög gott dæmi um stofnun sem ætti ekki að vera til skv. kenningum Hannesar eða þeim sem hann segist fylgja.
Frjálshyggja er ágæt á blaðinu en þegar kemur að því að hrinda henni í framkvæmd þá eru frjálshyggjumennirnir orðnir valdamiklir og það er andstætt þeirra kenningum að láta af hendi ráðandi stöðu sína sem þeir hafa unnið mikið fyrir að öðlast. Því það að innleiða algjöra frjálshyggju myndi þýða að hver sem er gæti keppt við þá.
Plús það að þetta er tímabil sem er búið í þróun samfélagsins, sjálfsþurft og sérhæfing er búin að eiga sér stað og næsta skref er ennþá meiri samvinna og nánari samhæfing ríkis og einkaaðila upp að því marki að við munum ekki geta greint þar á milli.
Ímyndið ykkur svona wikipediu samfélag þar sem allir leggja til málsins og þessu er allt samhæft af samfélaginu öllu vegna aukinna samskipta.
Martröð einstaklingshyggjunnar? Neibb besti séns einstaklingsins til þess að sýna getu sína umfram aðra og öðlast virðingu. Peningar og auður eru að verða úrelt hugtök, fólk vill aftur fá virðingu umfram allt.
En þetta er bara smá röfl í mér...
Skaz, 31.3.2008 kl. 02:39
Mér finnst þú taka smá feil á persónu þessa umdeilda manns annarsvegar og þessu tiltekna máli sem þessi frétt snýst um (sem er meiðyrðamálið í Englandi, ekki ritstuldurinn á Íslandi).
Það skiptir ekki máli um hvern við erum að tala, það á ekki að draga neinn fyrir dóm vegna „brota“ á borð við þau sem HHG framdi. Þau fólust annarsvegar í því að lýsa yfir skoðun og hinsvegar í því að segja satt frá um tiltekinn hörundssáran einstakling. Mér finnst það gróf árás á tjáningarfrelsið ef það er hægt að hirða af manni aleiguna fyrir það. Þar fyrir utan er hæpið að enskir dómstólar geti átt lögsögu í þessu máli skv. alþjóðasamningum.
Hannes er kannski þverstæðufullur hræsnari og ritþjófur, en hann má tala frjálst eins og aðrir og á ekki að koma fyrir nokkurn dómstól vegna þess. Ég myndi aldrei leggja af mörkum í sjóð sem er sérstaklega eyrnamerktur HHG en hugsanlega í sjóð sem væri ætlaður öllum sem þurfa að sæta lögsóknum í ofstækisfullum meiðyrðamálum.
sambýlismaður þinn (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 16:16
Ah, þyngd dómsins og erlendur málarekstur er annað mál sem ég er ekkert að minnast á í mínum skrifum enda hef ég ekki vit á því hvernig það er ákvarðað.
Mörg ummæli sem dæmd hafa verið meiðyrði og rógburður hafa verið hlutir sem hafa verið "sannir" þ.e.a.s. það sem allir í raun vita að er satt. Svona eins og ég myndi kalla einhvern ráðherra algjöra hrokafulla undirlægju hagsmuna vinar og yfirmanns síns fyrrverandi vegna þess að hann skipaði ættingja hans í virðuglegt embætti án þess að sá aðili hefði nokkuð gert til þess að segjast hæfastur í starfið. Þetta er "satt" og allir vita það en ég get ekki fært nein sönnunargögn sem styðja mál mitt.
Hannes í texta sínum (sem hann btw þýðir yfir á ENSKU) vitnar hann í greinar sem hafa æsilegar og misvísandi fyrirsagnir (hugsaðu Séð og Heyrt "Bubbi fallinn") sem svo eru ekkert alvarlegar eða að sanna eitt né neitt. Hann er í öllum gerðum sínum að laga orð sín á þann hátt að þau valdi sem mestum óþægindum. Og ensku þýðingin er of mikið þar sem hún á sér einnig stað á svipuðum tíma þegar Jón dóps... Ólafsson er í einhverjum megabissness úti í Bretlandi. Það bendir því allt til að þessi ummæli hafi átt að valda óþægindum og skaða. Auk þess að maðurinn er háskólaprófessor sem ætti að hafa smá vit fyrir sér,
Auðvitað er Jón Ólafs bölvaður svindlari og svikahrappur en ekkert er hægt að sanna. Sérðu að ég passa mig að segja að þetta er persónulegt álit...ég staðhæfi ekkert. Reyndar held ég að hægt væri að dæma þessi orð dauð og ómerk í rétti...ok en Jón Ólafs veit að þetta er land sem er orðið honum óvinvætt. Amk yfirvaldið, Hannes er góðvinur yfirvaldsins, rak meira að segja ólöglega útvarpsstöð með Kjartani Gunnarssyni vini sínum og BFF'inn hans Davíðs. Þessir menn eiga marga vini á ýmsum stöðum s.s. dómsstólum (Þorsteinn Davíðsson einhver?)
Það er paranoia hjá Jóni að gera þetta svona en hann er bara jafnslæmur og Strákaklúbburinn sem ég var að minnast á. Hann spilar til að vinna. Í frjálshyggjunni má gera hvað sem er ef það er löglegt. Og mér sýnist þetta vera óeðlilegt, siðlaust og ósanngjarnt en löglegt...
Hvernig er hægt að aðskilja persónu manns sem tjáir sig frá orðum hans. Þú talar eins og að það sé óaskiljanlegt. Orð mannsins hljóta að endurspegla skoðanir hans og trú? Nema að þessi orð hafi verið látin falla í þjónustu einhverra annarra afla eða málstaðar kannske?
Tala frjálst segirðu? Jamm sammála þar, enda er ég ekki að mótmæla söfnunarátökum frekar að þetta komist í fréttir...og orðalagið jesús það er eins og Hannes sé kórdrengur sem aldrei hafi heyrst píp í og eigi ekki að taka afleiðingum þess sem hann segir.
En tjáningarfrelsi er líka hægt að nota á óeðlilegan hátt eins og dómstólar sýnist mér á þessu máli. Eins og margir svindlarar í EVE segja "leikurinn býður upp á þetta".
Þetta er bara enn ein ástæða þess að ég elska netið og nafnleysi þess. Það hlífir manni væntanlega fyrir svona málum.
Skaz, 3.4.2008 kl. 02:08
Ég sagði þér ekki að aðskilja manninn frá orðum sínum heldur aðskilja persónu þessa manns frá málarekstrinum. Þetta mál Jóns Ólafssonar í Englandi væri jafnglatað þó að því væri beint að meinlausum öryrkja eða Pol Pot. Það er nú allt og sumt.
Annars er hræsnin fullkomin hjá þessum bloggurum öllum sem fordæma Hannes fyrir sín „brot“ en hrauna svo yfir hann með viðbjóðslegum ávirðingum sem eru þúsund sinnum verri en nokkuð sem kallinn hefur látið frá sér fara. Líta í eigin barm kannski?
sambýlismaður þinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:00
Það er svolítið erfitt að aðskilja persónu hans frá málarekstrinum þar sem að hér eru orð hans sem væntanlega endurspegla skoðanir hans sem segir víst talsvert um persónuna. Þannig að beint eða óbeint er persónan fyrir dómi.
Annars er þetta allt saman skrípaleikur, efast ekki að þessi frétt um söfnunina yrði lögð fram sem sönnunargagn um hversu virtur Hannes er hér á landi og að almenningur allur elskaði hann!
Jón er alveg eins með málarekstri sínum að bregðast við eins og allir bissness menn myndu gera í Englandi. "Ef þú neitar ekki þá ertu sekur" hugsununin hér á ferð.
Þetta er skrípaleikur sem aldrei átti erindi í fréttir.
Ég hins vegar tel að Hannes og félagar hafi valdið mörgum særindum og skaða og sú reiði sem þeir hafa búið til með þessu sé aðeins að krauma upp á yfirborðið. Þetta er aðeins meira en bara hörundssæri hjá sumum. Sumir hafa misst vinnu sína...
Skaz, 3.4.2008 kl. 19:57
Nei karlinn minn. Í meiðyrðamáli er deilt um orð, ekkert minna og ekkert meira. Engum er hægt að refsa fyrir skoðanir eða fyrir vera „vond“ persóna. Þetta getur aldrei og má aldrei snúast um annað en hin ljótu orð sem slík.
Bjarki (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:54
jah er þetta samt ekki meira rógburður, þ.e.a.s. að gefa í skyn eða bera upp á mann eitthvað skaðandi eða meiðandi án þess að vera með nokkuð haldbært í höndunum?
Eitthvað hafa hinir bresku dómstólar a.m.k séð í málflutningi Jóns sem fullnægði sem meiðyrði eða rógburður. Eða var það bara vegna þess að Hannes sinnti ekki málinu eða stefnunni? Var að reyna að finna einhverjar upplýsingar um þetta hjá Breska dómskerfinu fann nýlegasta naglann í málinu og 1sta málið og 2að málið. Þetta er allt saman æsilestur um fáránlegt tækniatriði og svissneskan bæ.
Semsagt málið er allt hið fáránlegasta og skrípaleikur til enda. Og ég vil ekkert af því vita en myndi nú samt fara í mál við þann sem kallaði mig dópsala, gjörspilltan, skattsvikara og ruddalegan bissnessmann...
Skaz, 5.4.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.