Hlaut að koma að því.

Var viðbúinn því að þetta myndi gerast fyrr eða síðar. Lögreglan hefur sýnt stigvaxandi aðgerðir eftir fyrstu mótmælin þar sem rætt var menn og þeim gefið í nefið.

Eftir það atvik fór löggan að taka myndir og skrá niður dót og augljóst að þeir hafa fengið skýr skilaboð að ofan um að byrja að bregðast við þessum mótmælum.

Geir Haarde náttúrulega pirraðist helv. mikið þegar þeir náðu honum í Listasafninu og gæti hafa rætt við Bjössa "Bombu" Bjarnason og sá hin sami rætt við sína menn. Sem er skylt að hlýða honum skv. lögum.

Þetta eru allt getgátur en ég tel að átökin í dag hefðu ekki átt sér stað nema með vilja Lögreglunnar til þess að auka hörkuna í þessu máli. Og ábyrgðaraðilinn er þá væntanlega dómsmálaráðherra. Og við vitum öll að hann mun "axla" ábyrgð líkt og allir pólitíkusar Íslands.

En ath auðvitað voru þetta ólöglegar aðgerðir og löggan "mátti" grípa inní en þessar aðgerðir tel ég að hafi verið af alltof mikilli hörku. Tel að Árni Matt eða Stjáni Möller hefðu getað látið sjá sig þarna og róað menn. En núna eru pólitíkusarnir að sýna sinn rétta lit : "Vinnið vinnuna ykkar og borgið skatta, við sjáum um rest og hugsum fyrir ykkur. Ef ekki þá látum við lemja ykkur!"

Nett pirraður ef að þetta er hvernig þeir ætla að taka á öllum mótmælum sem gætu farið að komast af stað með hækkandi verðlagi hér á landi. Þegar fólk fer að vera pirrað á hækkandi kostnaði á nauðsynjavörum þá er ég hræddur um að fólk sleppi því að tuða bara. Íslendingar nútímans virðast núna vera búnir að fá nasþefinn af mótmælum.

 

Vil benda á þessa færslu sem lýsir atburðinum svipað eins og ég heyrði hann frá öðrum aðila.


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

 "Vinnið vinnuna ykkar og borgið skatta, við sjáum um rest og hugsum fyrir ykkur. Ef ekki þá látum við lemja ykkur!"

Vel orðað, Björn og félagar hafa lengi óttast sjálfstæðan vilja þjóðarinnar og vitað að sá dagur kæmi að einhverjir mótmæltu, því hefur uppbygging óeirðarlögreglu og aukin harka í samskiptum, verið lengi í undirbúningi.

Samt gott að fólk sjái hið rétta andlit, hinnar nýju löggæslu.

Góð færsla hjá þér

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.4.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband