"Það væri verkefni allra að takast á við hinar breyttu aðstæður."

Finnst þetta nú dálítið fyndin setning hjá manni sem hefur gagnrýnt fólk fyrir að skipta sér af þegar það tjáir sig um aðgerðir núverandi ríkisstjórnar og segir að hann viti best og ráði öllu.

En já ég hef alltaf verið á móti þessari leyndó stefnu sem tíðkast í alltof mörgum málefnum. Þ.e.a.s. stjórnendur eða ábyrgðar aðilar segja engum neitt hvað þeir eru að reyna að gera eða afhverju þeir eru að gera hluti og gelta og urra svo á fólk sem er að reyna að túlka aðgerðir þeirra með þær upplýsingar sem eru til staðar. Og guð forði manni frá því að túlka rétt og gagnrýna! þá sko bitið líka.

Geir virðist þola illa fólk sem ekki skilur hlutina en finnur það ekki til hjá sér að úrskýra þá betur. Minnir mig á stærðfræðikennara sem ég hafði einu sinni, held að hann hafi verið rekinn á endanum. Kennir a.m.k. ekki stærðfræði lengur.... 


mbl.is Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

"Geir virðist þola illa fólk sem ekki skilur hlutina en finnur það ekki til hjá sér að úrskýra þá betur" Vel mælt (skrifað)

Halla Rut , 28.4.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband