3.5.2008 | 09:06
Ekki viss um þetta komment...
Ég held að lögreglan hafi verið búin að ákveða sjálf á hverju væri von. A.m.k hefur maður heyrt það frá þeim sem voru sjónarvottar og utan þessa máls. Lögreglan var fljót á vettvang með anti-riot liðið sitt og augljóst að þeir voru búnir að búa sig undir þetta mál þennan dag. S.S. þeir voru á stand-by og biðu eftir kallinu. Ég er ekki sammála að þetta hefði verið óumflýjanlegt nema lögreglan hafi haft áhyggjur af því að vera að sýna veikleika og getuleysi með því að ræða við mennina og bíða róleg þó að umferð væri stopp. Þetta minnir svolítið á kalda stríðið þar sem báðir aðilar héldu að ef þeir sýndu veikleikamerki væri stríðið tapað. Svoleiðis hugsun leiðir bara til óumflýjanlegra átaka eins og við sáum þarna við Rauðavatn.
Öflugar rannsóknir og stór mál eru ekki nóg til að sýna árangur, að vísu má nefna það að þessar "öflugu" rannsóknir taka langann tíma og ef ég man rétt þá var ríkissaksóknari að setja einhverjar reglur um tímamörk eða þá að þetta sé að koma í einhverja reglugerð og þá er þetta væntanlega til að draga úr drolli rannsóknarlögreglunnar?
Og helvíti hart er það að vera að bera sig við norsku lögguna og stæra sig af því ekki beint það sem maður vill að íslenska lögreglan verði að...þó svo að vissulega séu þess merki að svona sé málum farið hér. Að lögreglan rannsaki eigin aðgerðir og ásakanir um misrétti eða misnotkun valds er fáránlegt og alveg sama hvort þar séu önnur embætti lögreglunnar séu fengin til málsins. Þyrfti að vera hér á landi innra eftirlit líkt og hefur sýnt mikinn árangur í New York borg sem bjó við mikla lögregluspillingu áður fyrr... Scorpico einhver?
Að vísu hataðast stétt lögreglunnar en mjög....heiðvirð?
Allavega þá er það satt eins og annar bloggari hér segir að valdstjórnin hafi alltaf réttinn sínu megin þó það sé vafasamt þá hafa þeir alltaf rétt fyrir sér.
Það sem gerðist var óumflýjanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ÉG held að munurinn á íslensku lögreglunni og þeirri norsku sé sá að sú norska er mun faglegri en sú íslenska, það þaðrf meiri menntun inní íslensku lögregluna.
alva (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:46
já það vantar klárlega innra eftirlit...asnalegt að lögreglan, þá önnur embætti rannsaki lögreglumál..hvað þá mál lögreglumanna sem brotið hafa af sér í starfi. Þetta er bara allt of lítið land svo að þetta geti viðgengist.
alva (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.