Jæja

Er kreppan komin núna Geir?

 

Æi ég veit ekki hvað maður á að segja annað en það að núverandi ráðamenn og stefna þeirra virðist vera að stefna algjörlega í skipsbrot. Ónothæfur gjaldeyrir, efnahagur sem er stærri en ríkið ræður við og stjórnmálamenn sem skipa sér í störf sem betur eru ætluð fagmönnum. Dýralæknir sem fjármálaráðherra? Lögfræðingur í Seðlabankastjórastöðu? Hvað í ósköpunum erum við að hugsa að halda að þessir menn geti komið með eitthvað annað en "bíðum og sjáum til".

Þessir menn stjórna engu nema skrifræðinu hér á landi, við erum eins og lítill koppur í kjölfarinu á stóru skipunum sem eru að sigla hér um sbr. BNA og ESB. 

Held að við getum alveg eins látið gaurana í Brussel ráða þessu frekar en þessa gjörspillta vinaklúbb sem hér hefur verið að njóta sín undanfarið.

Og já skv. Bloomberg greininni er ekki bara sagt að fólk eigi að forðast krónuna næstu framtíð heldur "for a long time"....þannig að er krónan ekki gagnslaus gjaldmiðill fyrir viðskiptalífið og allt heila klabbið?

ESB here we come. Og núna höfum við ekkert sigrúm til samninga.


mbl.is Gjaldeyriskreppa á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"ESB here we come. Og núna höfum við ekkert sigrúm til samninga."

Við höfðum andskotans ekkert svigrúm fyrir þetta.

Við höfum ekki átt almennilegan vinkil í samningaviðræðum við ESB síðan kaldastríðinu lauk.

Jóhannes H. (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband