"Og aðgerðirnar verða eftirfarandi...engar"....ha?!?!

Til hvers voru þessir fundir þá? Voru þeir að hlæja að fréttamönnum sem biðu úti í kuldanum til að færa þjóðinni skilaboðin sem áttu stappa stálinu í okkur? Var Geir bara að svona pirraður að hann varð að fífla okkur öll?Maðurinn virðist vera einn allsherjar asni! Fundar með nánast öllum forsvarsmönnum atvinnustétta landsins ASÍ, SA, jafnvel formanni Kennarasambandsins!?!?!?! og segir svo að spennunni sé létt!Ég spyr nú bara eins og asni: Hvaða spennu var um að ræða og hvernig var henni létt? Stóðuð þið allir í hring og....Átti þetta ekki að vera erlendur vandi sem rekið hafði á Íslandsstrendur sem við hefðum takmörkuð ráð að berjast við? Hvernig stendur þá á því að núna er allt í himnalagi eftir nokkra fundi og engar aðgerðir?Hvernig þessir menn leysa vanda er erfitt að sjá. Mig grunar samt sterklega að hér sé eftirfarandi plan í gangi:

 

  1. Bankarnir minnka skuldir og stærð sína með sölu á eignum.
  2. Seðlabanki og Ríkið geta ábyrgst þessa minni banka.
  3. Ef bankarnir lenda í veseni ala Glitnir þá getur Ríkið þjóðnýtt þá á sama hátt.
  4. Davíð og Geir geta þá selt þessa nýkeyptu banka þeim kaupendum sem þóknast sér og flokknum.
Mig langar svolítið til þess að æla þegar ég hugsa þetta svona. Hvernig þessir menn eru búnir að gera þetta land að leikvelli fyrir sig og sína vini og við borgum. Vonandi að fólk fari að skipta um flokka sem það kýs oftar. 16 ár í meirihluta er ekki heilbrigt fyrir stjórnmálaflokk, menn verða og öruggir með sig í embætti og misnota stöðu sína.
 
Ættum að innleiða takmörk á kjörtímabil Ráðherra. Sami hugsanaháttur of lengi leiðir bara til stöðnunar. 

 


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorglegt þegar að fullorðnir menn hafa ekki skilning á því að það að uppljóstra um aðgerðir stjórnvalda áður en þeim er hrint í framkvæmd getur haft þveröfug áhrif. Þetta var flott múv hjá honum að segja að engin þörf sé á aðgerðarpakka, en beita honum síðan. Það er rétta leiðin og hefur meiri áhrif en að gefa umheiminum fyrirvara áður en aðgerðapakkanum er beitt....

Stefán Kjartansson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Skaz

Hvað ef allt fer í kaldakol ÁÐUR en þeir ná að framkvæma sitt plan? Ekkert sem maður skipuleggur virkar 100% Það er líka möguleiki á því að eitthvað virki á annan veg en ætlað er.

Fjármálaheiminum er illa við óvænta hluti eins og t.d. Glitnis málið sýndi kannski. Og ef þetta er rétt hjá þér Stefán, hver verður þá trúleiki Geirs eftir þetta? Mun einhver trúa nokkru sem hann segir opinberlega aftur?

Nei ég trúi þessari röksemdarfærslu þinni því miður ekki. Markaðurinn og fólk panikkar strax og setur af stað atburðarrás sem gerir alla leynda aðgerðarpakka úrelta um leið og bankar og kauphallir opna á mánudagsmorgun.

Skaz, 6.10.2008 kl. 02:25

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Allstaðar í hinum vestræna heimi er talað opinskátt um vandann, en hér er þagað.  Þjóðin fær ekki að hafa skoðun fyrr en allt er klappað og klárt.

Ég kvíði morgundeginum, held að síðasta yfirlýsing stjórnvalda um að sparifé sé tryggt þýði að það dregur til tíðinda í fyrramálið.  Glansbankinn = Glitnir + Landsbanki?

Sigrún Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband