Semsagt...

Partíinu var leyft að fara úr böndunum. Þessi greinagerð útskýrir margt og sýnir það að mörgum var það dagsljóst í hvað stefndi. Það sem mig langar að vita er af hverju það var ekki stigið á bremsurnar miklu miklu fyrr...auka bindiskyldi bankanna eða eitthvað í þá áttina? Vextir minnkuðu bara innlenda lánastarfsemi en höfðu engin áhrif á lán í erlendri mynt. Ef eitthvað er þá gerðu háir vextir illt verra og hröktu menn í erlendu lánin vegna lægri vaxta...

Þetta blað sýnir að erlendir sérfræðingar voru búnir að afskrifa okkur fyrir löngu. Og það réttilega að það virðist vera, vissulega sárt að vinir manns hjálpa manni ekki en hvernig hjálpar maður fíkli? Lána fíknin virðist hafa verið svo mikil hér og umsvifin miklu meiri en landið, efnahagurinn og gjaldmiðillinn réð við.

Brást þá ekki Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ásamt Ríkisstjórninni í öllu sem á undan þessu kom? Voru þeir ekki að reyna að birgja brunninn þarna á meðan barnið var falla í hann eða bara löngu fallið?


mbl.is Seðlabanki: Margt sagt sem ekki á við rök að styðjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband