16.10.2008 | 01:31
Ok, þetta er bara fyndið
Erup þið að segja mér að við séum að ná að draga fleiri tugi sveitarfélaga og stofnana í Bretlandi ásamt Ríkisendurskoðun þeirra?!??!
Slæmt mál í rauninni en shitt hvað íslensku bankarnir þarna úti hafa náð að markaðssetja sig vel!
Ríkisendurskoðun Breta átti fé á íslenskum reikningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Borgarfjardarskotta, 16.10.2008 kl. 03:32
Íslensku bankarnir höfðu byggt upp netbankamódel sem gömlu þunglamalegu bresku bankastofnanirnar gátu engan veginn keppt við í rekstrarkostnaði. Þetta gerði þeim kleift að bjóða góð kjör á innlánum og eyða jafnframt í markaðssetningu því sem annars hefði farið í rekstur útibúakerfis o.s.frv.
Með sama áframhaldi hefðu íslensku bankarnir jafnvel getað "blitzað" evrópsku bankakerfin og ryksugað á skömmum tíma út úr þeim mikið af lausafé sem er allstaðar af skornum skammti um þessar mundir. E.t.v. hafa Bretar o.fl. talið sér standa stuggur af þessari heimsvaldastefnu íslenskra bankamanna, og það haft áhrif á ákvörðun þeirra að grípa til jafn harkalegra inngripsaðgerða og raun bar vitni. Annars hefðu það kannski orðið bresku bankarnir sem sætu núna í súpunni í stað þeirra íslensku.
Það ber óneitanlega vott um kaldhæðni örlaganna að svo skuli koma í ljós að breska Ríkisendurskoðunin og jafnvel Lundúnalögreglan skuli eiga fé inni á þessum reikningum. Það væru makleg málagjöld fyrir Breta ef fautaskapur þeirra sjálfra yrði til þess að lama starfsemi mikilvægra stofnana í þeirra eigin heimalandi. Nóg erum við Íslendingar búnir að líða fyrir þessa vitleysu! ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2008 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.