30.10.2008 | 17:59
Nú... Bara líf í Samfylkingunni ennþá...
Eru snillingarnir loksins búin að átta sig á því að þau hafa í raun Sjálfstæðisflokkinn allan (að undanskildum gömlum formanni og fráfarandi formanni auk hirðar þeirrar) að baki sér í þessu máli?
Ég veit um nokkra harða Sjalla sem í alvörunni voru að hugsa um að þurfa að kjósa samfó næst til þess að ná þessu atriði fram. Enda dulítið ljóst að núverandi fyrirkomulag gengur ekki lengur. Stöðugleiki í efnahagslífinu á skerinu hérna er enginn, annað hvort allt í þenslu eða að fara niður í gegnum botninn hans Geirs.
Ótengd þessu beint, þá finnst mér tími til kominn að við á Íslandi förum að íhuga það að setja takmörk á setu fólks á Alþingi. Þarna hefur fólk setið í mörg ár jafnvel áratugi og segir ekkert og virðist ekkert gera nema þiggja laun. Og ég er ekki að meina ræður, sumir þingmenn hafa ekki einu sinni komið að lagafrumvarpi á heilu kjörtímabili, eru bara í nefndum. Fylgjast ekki með framkvæmdarvaldinu heldur vinna fyrir það!
Ég er á þeirri skoðun að við ættum að setja takmörk á árafjölda þann sem þingmaður má sitja á Alþingi samfleytt eða bara yfir höfuð. 8 ár eða 2 kjörtímabil koma upp í hugann. Sama ætti að gilda um ráðherra. Einnig er spurning hvort að við ættum að kjósa sérstaklega til ríkisstjórnunarmyndunar eða að hún yrði að vera skipuð fólki sem ekki ætti sæti á Alþingi. Svo er enn einn spurning um hvort að við ættum að byrja að kjósa á 2 ára fresti 25-30 þingsæti í senn þannig að þingmenn væru í tveim til þremur flokkum sem hver sæti eitt 4 ára kjörtímabil og svo endurkosinn. Til þess að auka nýliðunina og minna þingmenn á að þeir eru að þjóna kjósendum sínum en ekki að sækjast eftir ævistarfi og eftirlaunum og einnig til þess að ekki myndist smákóngar á Alþingi eins og nóg er af núna í a.m.k. einum flokki.
Í alvöru við verðum að fara að skoða allt þetta kerfi okkar. Að einn flokkur hangi í ríkisstjórn í 17 ár með eiginlega alveg sama fólkið er ekki eðlilegt.
Vill endurskoða ESB og Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.