4.11.2008 | 14:45
Það sem ég er hræddur um að gerist...
Þessi mynd hér að neðan er það sem ég er mest hræddur um að gerist ef að við förum í þessar rannsóknir og sakfellingar með Sjálfstæðisflokkinn undir stjórn Geirs H. Haarde í forystu Ríkisstjórnar.
Geir er maður sem heldur upplýsingum fyrir sjálfan sig og er búinn að sýna það og sanna síðasta árið að hann er meira en tilbúinn að sleppa því að segja frá mikilvægum hlutum, halda leynd yfir alvarlegum málum og bókstaflega ljúga að þjóðinni ef hann telur þörf á því. Hann er ekki til að láta mann, sem er búinn að vera kjaftfor og með yfirlýsingar sem hafa skaðað Ísland, fara úr Seðlabankastjórastól. Hann hefur ekki einusinni minnst á FME í einu orði varðandi ábyrgð.
Ég hef því þá trú að niðurstöður hverrar hvítbókar sem gerð verður undir vökulum augum hans og fjallar um hann og hans vini muni ekki líta dagsins ljós nema eftir ítarlega skoðun hans og þeirra sem hann skýlir.
Þetta eru þungar ásakanir hjá mér enda hef ég bara enga ástæðu lengur til að halda annað um manninn. Hann á að segja af sér og láta næsta mann í röðinni taka við. Annað hvort það eða kosningar þar sem hann og flokkur hans fengi dóm almennings beint í andlitið.
Rannsaka sig sjálfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nákvæmlega
Hólmdís Hjartardóttir, 4.11.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.