20.11.2008 | 12:31
Færum mótmælin útfyrir landsteinana
Ég vil benda fólki sem ekki er sátt við núverandi stjórnendur að nú er komið upp ástand þar sem að við getum haft áhrif á það hvort að liðið víkji eða ekki. Með því að krefjast þess við IMF að þeir haldi eftir lánunum þar til að nauðsynlegar endurbætur hafi verði gerðar á ríkisstjórn og fjármálastjórn landsins.
Þessar aðgerðir er hægt að sjá á þessari síðu hér:
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil
Nýja Seðlabankastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk Skaz, nú er að duga eða drepast. Það dugir ekki lengur að sitja bara og kvarta í eldhúskróknum. Þetta geta allir gert, þó þeir komist ekki á útifundi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2008 kl. 12:46
Það er þingmanna að setja samfélaginu reglur til að starfa eftir, til þess eru þeir kosnir sem okkar fulltrúar.
Þessari skildu hafa þeir brugðist.
Þau voru of upptekin við að úthluta stjórnmálaflokkum landsins miljóna tugi úr Ríkissjóðnum okkar, til að fjármagna reksturinn og lygarnar í okkur.
Þau voru of upptekin við að úthluta sjálfum sér ofureftirlaun ,og sporslur til þeirra sem ekki voru kjörnir síðast að jötunni, þeir sjá um sig og sýna.
Nú hamast þetta fólk við að saka aðra um að hafa brugðist, kjarklausa lyddurnar reka rýtinga í bak allra annarra, í stað þess að axla ábyrgð á eigin aðgerðarleysi.
Er hægt að leggjast mikið lægra, við að drekkja sannleik að hætti tungufossa.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.11.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.