22.11.2008 | 08:56
Það er nú þegar pólitísk óreiða.
Og er meira að segja hægt að persónugera hana í einum manni, hæstvirtum seðlabankastjóra Davíð Oddssyni.
Maðurinn hefur ekkert gert nema ráðist að öllum nema sjálfum sér og sinni stofnun. Hann hefur verið með úthúðanir í garð útrásarvíkinganna, fjármálaeftirlits, ríkisstjórnarinnar og litlu ósýnlegu álfanna sem búa undir sólpallinum hans.
Maðurinn er vægast sagt búinn að vera til meiri vandræða en góðs að manni sýnist. Af hverju Geir er tilbúinn að sitja undir þessu er umhugsunarvert. Sérstaklega í ljósi þess að hann urrar og geltir á fréttamenn þegar þeir spyrja gagnrýnna spurninga.
Ég held að kosningar séu þarfar. Óreiðuna núna og hvern dag fram að kosningum verður hægt að bæta upp að miklu leyti með vinnufrið og minna umdeildum þingmönnum eftir kosningar.
Það að þau eru farin að tala um þetta og hafna kosningum segir bara til um það að það er verið að pressa á þau af mörgum aðilum um þetta atriði.
Mestu deiluefnin felld úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með lögum skal land byggja en með lögleysu skal það niður brotna!
Núverandi Ríkisstjórn hefur ekki einungis með lögleysu skapað óreiðu, heldur algert öngþveiti á undanförnum mánuðum.
Það verður að stoppa þessa vitleysu hjá henni. Nú er akkúrat rétti tíminn að boða til kosninga. Það á að sýna landsmönnum og alheiminum að Íslendingar ætli og geti tekið á málum sínum á ábyrgan hátt. Það verður því að boða til kosninga, hvað sem aular í stjórn mótmæla. Nú eiga landsmenn að kjósa ráðamenn sem landsmenn treysta til að geta tekið á kreppunni og klúðrinu eftir núverandi stjórn. Það er ógn að hugsa til að sama lögleysustjórnin klúðri einnig komandi fjárhagsaðstoð á sama hátt og öllu öðru hingað til. Það er forkastanlegt.
Geir hefur lært allt of mikla svívirðu frá davíð. Ingibjörg er komin á sama skólabekk. Það er eitthvað sem þau ættu bæði að skammast sín fyrir.
nicejerk, 22.11.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.