29.11.2008 | 15:57
Ha?
Afsakið mig en þegar maður er búinn að vera í ríkisstjórn samfleytt í einn og hálfan áratug og hefur þegar eignað sér það að hafa "frelsað" íslenskan efnahag frá höftum og ríkisstjórnun, hvernig er maður ekki persónulega ábyrgur?
Það getur vel verið að hann sé ekkert búinn að gera saknæmt og sé ekki lagalega ábyrgur. En í alvöru talað maðurinn er einn af arkitektum þess frelsis og eftirlitsleysis sem átti sér stað hér á landi með fjármálum fyrirtækja. Hann er einn af þeim aðilum sem einkavæddu bankanna. Hann er einn af þeim sem settu krónuna á flot.
Og hann var ekki í bara "einn af þeim" heldur var hann ávallt fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Maðurinn sem sá um fjármál og efnahag þjóðarinnar! Hvernig er hann ekki persónulega, pólitíska og siðferðislega ábyrgð?
Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það voru Sjálfstæðismenn (Davíð og Geir) sem lögðu Auto-bahn fyrir bankana og útrásarvíkingana úr landinu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bauð upp á hraðaksturinn sem endaði með skelfingu fyrir þjóðina. Þetta er allt með einum eða öðrum hætti Davíð og Geir að kenna!!!
Kalli (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:38
Þegar menn eru búnir að vera í ríkisstjórn samfleytt í einn og hálfan áratug, þá geta menn orðið pínu þreyttir og jafnvel í einstaka tilfellum sofnað á verði. Ekki satt?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.