16.12.2008 | 21:23
Þvílík ótrúleg kaldhæðni örlaganna...
Manni bara hálfgrunar ennþá að þetta hljóti að vera sviðsett! Þetta er nefnilega það kaldhæðið.
Að ritstjóri sem birti leiðara undir titlinum "Við brugðumst ykkur" og fjallar þar um að fjölmiðlar hafi ekki tekið nægilega hart á stjórnmálamönnum og viðskiptamönnum og að nú verði annað uppi á teningnum. Að þessi maður sem hefur látið birta greinar um spillingu, siðleysi ráðamann og fleira í þeim dúr, skuli nú verða uppvís að því að hafa verið kúgaður af þessum öflum sem hann ætlaði sér gegn og það sem meira er að hafa látið eftir þessum spilltu mönnum. Það er alveg ótrúlegt hvað hann stendur eitthvað við orð sín. Datt honum kannski ekki í hug að koma þá þegar fram og að greina frá þessu? Eða að biðja sama fréttamanninn að skoða málið nánar vegna þess að þarna væri greinilega eitthvað fréttnæmt á ferð?
Reynir fékk sitt tækifæri til þess að nefna nöfn og stíga niður á virðingarfullan hátt úr stóli. En í stað þess sýnir hann sömu valdagræðgi og spillingu sem hann hefur verið að láta benda á að þrífist meðal valdaaflanna hér á landi. Í stað þess að stíga upp og mótmæla óeðlilegum afskiptum af blaðinu þá sest hann á sama bekk og hinir spillingarsinnarnir og fellur það vel í raðir þeirra að nær ógerlegt er að greina á milli.
Þetta er alveg sorglega kaldhæðið og um leið slæmt því að hingað til hefur maður talið DV í hópi hinna meira ósvífnu og harðari fjölmiðla sem er aðallega að reyna að "skúbba"og það um leið að koma höggi á valdamenn hér á landi sama hverjir þeir kunni að vera. Núna með núverandi ritstjóra er maður ekki eins tilbúinn að trúa því markmiði blaðsins að það sé óháður fjölmiðill.
Leggið nú þetta atvik saman við bankahrunið, hverjir þurfa að stíga niður til þess að byggja upp trúnað til þess að það dæmi allt saman öðlist trúnað á ný?
![]() |
Reynir biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já svona er þetta ekkert gert nema fyrir peninga
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:58
Sannleiksást hefur ekki þvælst fyrir DV undanfarin ár. Þess vegna hef ég ekki keypt blaðið og öll "skúbb" þeirra um menn og málefni, hef ég tekið með miklum fyrirvara.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 01:47
Auðvitað tekur maður allt með fyrirvara enda á ekki að trúa öllu sem maður les. Það hefur bara verið ágætt að hafa svona "gula pressu" sem af og til dettur niður á stórar og merkilegar fréttir. Jafnvel þó svo að 60-80% hinar fréttirnar séu vafasamar...
Skaz, 26.12.2008 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.