Og núna verður Ingibjörg ekki í framboði í næstu kosningum

Eða ég býst fastlega við því í ljósi þess að hún var að sýna fram á að hún er einmitt að stunda bakherbergjapólitíkina sem hún sagði að yrði að hætta að stunda. Það getur vel verið að hún hafi verið að vara Sigurbjörgu við einhverju sem myndi gerast af annarra völdum en að hún sem annar af valdamestu pólitíkusum landsins taki þátt í svona sandkassaleik er ófyrirgefanlegt. Ef að kosið væri um fólk en ekki framboðslista þá myndi þessi kona ekki ná kjöri í næstu kosningum, engann veginn.

Ég er harður á því að ISG verði að átta sig á því að svona pólitík líðst alls ekki lengur. Vinakerfið og samtrygging pólitíkusa er að líða undir lok.


mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband