15.1.2009 | 21:41
Afhverju er allt öfugt hér?
Ok, þetta er mín pæling afhverju er allt hér á landi nánast algerlega öfugt miðað við önnur lönd?
- Heimsverð á eldsneyti hefur HRUNI, hér á landi hækkar það.
- Allstaðar eru Seðlabankar að lækka stýrivexti niður úr öllu vald, hér á landi er þeim haldið háum.
- Hér á landi fóru allir stærstu bankarnir á hausinn og bankakerfið á hausinn, en annarsstaðar hafa seðlabankar getað bjargað þeim sem þeir vilja.
Verð á eldsneyti hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála, og það virðist enginn vera að pæla í þessu. Fólk tekur á sig launalækkanir og alls konar kjaraskerðingar en það finnst engum athugavert að olíufélögin haldi uppi fáránlegu verði. Olíutunnan hefur farið frá tæpum 150 dollurum niður í 40 dollara. Verðið fór frá 178 niður í 141. Jafnvel þó að tekið sé tillit til mikillar veikingu krónunnar og aukinnar álagningar frá ríkinu er þetta laaaaangt frá því að vera raunhæft.
Vilhjálmur Hilmarsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.