Ef þú ert alltaf að brenna...

...þá segir það sig sjálft að kerfið er undir meira og stöðugu álagi. Það þarf ekkert efni í þessu að valda hjartakvillum Hydroxycut til varnar en notkun efnisins, sérstaklega í óhófi, getur einfaldlega slitið út hjartavöðvanum.

En ég efast nú samt að efnið sé að valda eitt og sér hjartakvillum, enda er margt annað einkennandi fyrir þá sem nota þetta efni. Svo sem einfaldlega of mikil æfing, fólk virðist halda að það geti þolað það til lengdar að fara í ræktina daglega eða jafnvel 2 á dag.  Líkaminn einfaldlega ákveður í mörgum tilvikum að stoppa þetta af. Svo eru það öll hin fæðubótaefnin sem eru tekin yfirleitt í bland, hversu gáfulegt það er að blanda þeim saman virðist fólk ekkert hugsa út í.

Það virðist sem að við getum ekkert gert í hófi, annaðhvort erum við að borða eins og svín og liggjum í leti. Eða við erum að keyra líkamann langt yfir þolmörk hans og lifum á fæðubótaefnum sem hafa tilheyrandi aukaverkanir.

Getum við ekki farið einhvern milliveg?


mbl.is Hydroxycut keyrir kerfið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt. Er ekki eðlilegast að passa bara mataræðið? Borða minna og spara pening í leiðinni! Tilvalin lausn.

Jón Flón (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband