Ástæðan var þá...ákvarðanafælni?

Það skyldi þó ekki vera að ég hafi allt síðasta ár hamrað á valkvíða og ákvarðanafælni ákveðins Forsætisráðherra? Hvernig allar aðgerðir þurftu að fara fyrst í gegnum flokkinn áður en Geir mátti gera nokkuð?

Það skal þá standa að aðgerðarleysi Sjálfstæðisflokksins knésetti þjóðina langt umfram það sem hefði verið ef að þarna hefði verið raunsætt fólk og praktískt. Og ef að Geir hefði haft kjarkinn til þess að standa upp í krullunum á Davíð og félögum og taka af skarið með hlutina. 

Þvílík örlög hlýtur þessi þjóð, að vera faktískt svipt fjárræði sínu og hluta sjálfstæði sínu þar af leiði af flokki sem kallar sig "Sjálfstæðisflokk".

Þvílík kaldhæðni.


mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og á samfylkingin engan þátt í þessu ??

Þessir tveir flokkar bera jafn mikla ábyrgð á þessari ákvörðunarfælni í aðdraganda hrunsins. Þarna voru einfaldlega of stórir og of ólíkir flokkar í ríkisstjórn.

Samfó (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband