12.3.2009 | 16:47
Hver? hva? ha?
Jah hérna, bara nokkrir um hituna í þetta skipti hjá Sjöllunum?
Er ekki hefð fyrir því að það sé rússnesk kosning á landsþingum eftir baktjaldamakk og samninga hjá þessum flokki? Svona álíka eins og Björn Bjarna var að saka ríkisstjórnina um með stjórnlagaþingið.
Það er merkilegt hvað sjálfstæðismenn virðast engann veginn geta lesið ástandið og álit almennings akkúrat núna. Það er bara reynt að halda áfram með allt eins og venjulega hjá þeim. Fólk vill stjórnlagaþingið, ég hef ekki talað við einn einasta mann sem finnst þetta ekki góð hugmynd.
Svo er Geir Haarde sérstaklega farinn að ýkja þegar hann er búinn að hækka kostnaðinn við stjórnlagaþing úr 1 milljarði í 1.5 milljarð. Maðurinn er hagfræðingur en virðist vera merkilega óglöggur á kostnað. Laun 41 manns á þingfararkaupi er töluvert undir milljarði hvað þá ef að við erum að borga þeim í tvö ár, þá komust við yfir hálfa milljarðinn. Vissulega er auka kostnaður en hann nær aldrei þori ég að fullyrða að koma kostnaðinum í milljarð hvað þá í 1.5 milljarð...
En já, hver er þessi Loftur?!?!?
Býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.