Vá, kosningaloforð....til fyrirtækjanna sérstaklega

Ég var að skoða þessa hugmynd Tryggva Þórs og það sem hvað helst sker hana frá öðrum tillögum um niðurskurð skulda er það að hann tekur fyrirtæki inn í þennan hóp. Mér finnst það vera afar vafasamt að gera það þar sem að mörg fyrirtæki eiga ekki í yfirvofandi og neitt sérstaklega aðsteðjandi vanda. Þau hafa mörg hver dregið saman seglin og sagt upp fólki. En þau gætu vel gengið endalaust í núverandi mynd bara töluvert minni og ekki alveg eins mikill hagnaður af þeim og jafn mikið að gera. Tryggvi vill gefa þessum hóp og væntanlega þeim sem þessi fyrirtæki eiga, örlitla arðgreiðslu sýnist mér með þessu.

Heimilin, sem u.þ.b. 50% þeirra sem eru hér á landi eiga á hættu að lenda í eða eru nú þegar í alvarlegum vandræðum, eiga ekki jafn auðvelt með að draga saman seglin og geta ekki sagt upp fólki skiljanlega. Hjá þeim er ekki eins auðvelt að bera kennsl á og draga úr eða eyða óþarfa útgjöldum hvað þá að losa sig við erfiða kostnaðarliði. Húsnæðislán hækka, afborganir á öðrum gjöldum hafa hækkað, matar- og nauðsynjaverð hefur hækkað á meðan innkoma í formi launa hefur staðið í stað eða lækkað vegna einhverra ástæðna s.s. uppsagnar, minni vinnu, o.s.frv.

Ég persónulega er þess sannfærður að það verður að koma til einhverskonar skuldaniðurskurðar til þess að meirihluti þeirra sem eiga á hættu núna í dag fari ekki alla leið í gjaldþrot. Ef að svo langt verður gengið að leyfa það fall, að tveggja tölu prósentutala heimila og einstaklinga fari í þrot hérlendis á einu ári þá verður þessi kreppa með mun langvarandi áhrif heldur en hægt er að sætta sig við. Við munum þá búa við langvarandi ástand þar sem stórt hlutfall fólks hérlendis mun teljast til fátæktar og alls sem því fylgir og mun ekki geta unnið sig upp úr þeim dal þar sem að "ástandið" eins og það er í dag varir eitthvað áfram og aðeins of lengi.

Hvort vill fólk að við hendum einhverjum skuldum sameiginlega á herðar ríkis, fyrirtækja, banka og annarra skattgreiðenda eða skapa hér á landi einhverskonar undirmálsstétt sem verður svo sýnileg að ekki verður lengur hægt að leika þann leik að þykjast að á Íslandi sé engin fátækt?

Ég bara spyr?


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband