18.3.2009 | 18:46
Siðleysi og getuleysi
Það er alveg merkilegt siðlaust athæfi að semja um að sleppa í bili við að hækka laun starfsmanna sinna vegna bágrar stöðu fyrirtækja í landinu en svo að greiða út hundruði milljóna í arð!?!?
Ég sé nú ekki alveg rökin eða möguleikann á því að greiða arð ef að ekki er rekstragrundvöllur til þess að hækka laun starfsmanna um einnar stafs prósentutölu. Það getur ekki þótt gáfulegt að ef svo slæmt árar að borga út stórfé til eigenda ef ekki er víst um að hagnaður verði af árinu. Og ef að það er hægt þá hlýtur að vera hægt að hækka laun fólks. Þetta er ekkert nema siðleysi og græðgi eigenda fyrirtækisins.
Og það sem mér finnst vera ennþá verra er það getuleysi og viljaleysi hjá ASÍ og verkalýðsfélögum að berja einfaldlega í borðið og segja að þetta sé einfaldlega nægilegt til að þau hætti við það samkomulag sem gert var. Í þessu máli átti að henda fram af öllum þunga þeim skilning að ekki verður sætt sig við það að eitt einasta fyrirtæki komist upp með það að hegða sér svona. Það á að halda exinni algjörlega yfir fyrirtækjum og eigendum þeirra, því að í þessu árferði þá virkar það ekki að sumir séu að róa meira en aðrir. Það verða allir að leggjast á árarnar og taka í af sama afli. Annars gengur þetta ekki.
ASÍ átti í þetta skipti að koma froðufellandi af reiði á fund Atvinnurekenda og segja að þetta gengi ekki, ef að arðgreiðslur án launahækkunnar hjá einstaka fyrirtækjum ættu sér stað þá gætum við allt eins hætt við allt þetta samkomulag. Þvílíkir veiklingar eru þessir verkalýðsforingjar núorðið, maður man eftir mönnum eins og Jakanum í fréttum þegar maður var yngri. Þessa gaura vantar núna.
Hreinlega siðlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við hverju er að búast af verkalýðsforystu sem hefur helst að markmiði að afhenda gömlu nýlenduveldunum sjálfstæði Íslands með öllu sem fylgir?
Björn Ólafsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.