Telst þetta til tíðinda?

Nafnið eitt og sér, þar sem vísað er í útlendinga en ekki innflytjendur eða álíka bendir til þess að ekki sé hugsað til annars en að stofnun þessi meðhöndli útlendinga sem staddir eru hér á landi tímabundið. Ekki að hún sjái um innflytjendur sem vilja búa hér.

Svo er það náttúrulega sá stofnanna fordómur sem lifir í reglum, reglugerðum og lögum þessarar stofnunar. Hún sér um að halda sem flestum útlendingum úti, ekki að vinna í að hleypa fólki inn eftir getu okkar til þess að taka við þeim.

Kannast reyndar svolítið til starfa þessarar stofnunnar og get alveg sagt það að hver einasta heimild til að láta innflytjendur eða hælisleitendur bíða, hún er nýtt. 90 daga leyfður vinnslutími? færð svar eftir 90 daga þó svo að vinnslan taki bara 30 daga.

Þannig að viðhorf þessarar stofnunnar er frekar sérstakt þó svo að fólkið sem vinnur þarna sé flest ósköp eðlilegt.

Stofnanna rasismi hefur verið vandamál í gegnum tíðinna sérstaklega vegna þess að oftar en ekki er hann orðinn bundinn í reglur og lög stofnuninnar og vinnureglur innan hennar. Einnig getur svona mismunun farið að breiðast út almennt meðal starfsfólks í vinnuaðferðum. Fólk tekur ekki endilega eftir því en það fer að meðhöndla mál eftir ákveðnum steríótýpum sem það hefur. Sérstaklega þegar það sér ekki manneskjur heldur pappír. Pappír sem á bakvið er manneskja sem jafnvel er ekkert svo ólík þeim sjálfum í hugsun og hegðun.

Ég held að það væri alveg ágætt ef að það yrði skoðað með reglur og aðferðir þær sem notast er við innan Útlendingastofnunnar ásamt því að skoða kannski líka niðurstöður þeirrar vinnu sem unnin er og hvort fólki sé hafnað mismunandi eftir kynþætti eða þjóðerni.

Hvað varðar fasíska vinnuhætti? Það er ekki bara vandamál hjá útlendingastofnun heldur öllu kerfinu, sérstaklega eftir þá vinnhætti sem stundaðir voru af ríkisstjórninni síðustu 18 ár.


mbl.is Segja Útlendingastofnun starfa á rasískum grunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband